þriðjudagur, desember 20, 2005

Langrækni eða stórmennska


Á morgun er styttsti dagur ársins og þá fer allt smámsaman að síga upp á við, styttist í vorið!!


Hvernig er það með okkur Íslendinga? Erum við svona klár? Ég er nú farin að finna til með frændum vorum Dönum, þótt á dögum Hansakaupmanna þeir hafi sellt okkur maðkað mjöl!!!
'I dag eiga þeir sjálfir neitt bitastætt lengur. 'islendingar eru búnir að kaupa upp bestu verslanir þeirra, verslunarkeðjur, banka , flugfélög og nú skilst mér að röðin sé komin að dagblöðunum. Það er ekki skrýtið að þetta fari fyrir brjóstið á frændum okkar og vinum í Danmörku. Umfjöllun fólks þar er frekar neikvæð og ef dagblöðin verða líka keypt verður blaðamennskan ritskoðuð líkt og hún er í raun hér á landi að mínu mati. Sjáið bara Fréttablaðið og þá blaðamennsku sem tíðkast þar. En mikið er nú félagsmálaráðherra okkar heppinn að vera Íslendingur. Maður sem lætur dæma ríkið til sektargjalda fyrir handvömm sína yrði rekin með það sama ef han væri danskur, en á Íslandi ræður stórmennskan ríkjum, enginn er gerður ábyrgur gjörða sinna nema "litli maðurinn" sem sagt megin þorri þjóðarinnar, litli maðurinn og við hin yrðum rekinn með hraði án nokkurra málalenginga. Já þetta er mjög skrýtið samfélag sem við búun í og ekki teljumst við heldur nægilega músíkölsk, það eru bara fáir útvaldir sem eru það og þá skemmir ekki að eiga mikla peninga í KB- banka og helst eiga hann líka.............