miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Rockstar er ekkert fyrir mig
Ekki gekk hjá mér að kjósa Magna í nótt. Ég er nú bara þrælfúl yfir því að hafa lagt það á mig að vakna klukkan 5:30 í morgun til að kjósa hann. Ég reyndi og reyndi og ekkert gekk. Ég var meira að segja á kvöldvakt í gærkvöldi og svaf ekki nema í fjóra tíma. Svo heyrði ég Ívar Guðmundsson á Bylgjunni vera að leiðbeina fólki til að kjósa hann í morgun. Það átti sem sagt að breyta tímanum í tölvunni sinni á Hawai- tíma og þá var hægt að kjósa ennþá. Ég segi fyrir mig að ég tek ekki þátt í svona svindli og ef hann dettur út þá mun hvorki himinn eða jörð farast. En þetta sýnir best hvað mikið er að marka þessa kosningu, akkúrat ekki neitt.
fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Bloggað fyrir helgina
Nú er ég orðin fjári góð í fótunum og fer að vinna aftur eftir helgina. Þetta hefur satt að segja ekki verið svo erfitt því auðvitað hlýtur maður að finna til eftir skurðaðgerðir. Ég átti von á því miklu verra. Ég var svo sem ekki neitt sérstaklega rólegur sjúklingur, hreifði mig trúlega of mikið í fyrstu en hef ekki orðið meint af því. Ég fór meira að segja upp í Kofa með Friðrik ásamt þeim Sólrúnu og Óla. Það var æðislegt að vera þar í rólegheitum og á laugardeginum fórum við svo í bíltúr upp í Þakgil sem er alveg upp við Mýrdalsjökul. Æðislegur staður. Við ætlum að fara á morgun upp í Kofa og verður það nú trúlega síðasta heimsókn mín þangað í sumar. Ég ætla að týna eitthvað af berjum ef veðrið verður gott nammi namm.... Hildur vinkona kom í heimsókn til mín meðan ég var að jafna mig eftir aðgerðina heima hjá Kristínu. Hún er alltaf jafn sæt og fín.
Óli og Sólrún á góðri stundu í Kofanum eftir humarátið mikla. (Besti matur í heimi)
Svona var veðrið allan tímann ogSiggi stormur spáði rigningu alla helgina. Lítið að marka það!!
Uppi í Þakgili fann ég forláta stein sem ég tók með til minnja. Geymi hann upp í hillu í Kofanum.
Óli og Sólrún á góðri stundu í Kofanum eftir humarátið mikla. (Besti matur í heimi)
Svona var veðrið allan tímann ogSiggi stormur spáði rigningu alla helgina. Lítið að marka það!!
Uppi í Þakgili fann ég forláta stein sem ég tók með til minnja. Geymi hann upp í hillu í Kofanum.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Letistuð á minni
Heima er jú alltaf best. Kom heim í gær og er bara nokkuð hress. Á samt að taka það rólega og fara mér ekki of geyst til að byrja með. Er laus við umbúðirnar á fótunum og er bara í stuðningssokkum sem þreyta mig dálítið. Fer að vinna á mánudaginn og ætla bara að hafa það rólegt þangað til. Dóra mín er mjög ánægð í skólanum, virðist vera sannkallað ævintýri og brjálað að gera í íþróttunum. Hjólreiðar, hlaup, sund, klettaklifur, kajaksiglingar, dans og vaxtarrækt, hvað viljið þið hafa það betra? Hún verður óþekkjanleg ef hún djöflast svona, ég er mest hrædd um að hún hverfi. En allavegana er mikið stuð og gaman hjá henni.
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Í afturbata með lappir upp í loft
Ég er enn hjá Kristínu og bara nokkuð hress eftir aðgerðina. Hún gekk vel en eitthvað hefur þetta samt verið meira en búist var við því nú sagði læknirinn að ég yrði frá vinnu í 10 til14 daga en hafði talað um 7 til 10 eftir atvikum áður en hann skar mig. Ég verð að sætta mig við það og vera stillt og prúð því ekki vill maður skemma það sem er verið að laga með einhverri óþarfa óþolinmæði. En Á morgun ætlum við "upp í Kofa" með Óla og Sólrúnu því ég get alveg eins legið þar í rólegheitum eins og heima og svo viljum við hvorki vera á menningarnótt né á dönskum dögum þessa helgina. Best að forða sér sem lengst frá þessu þegar maður getur ekki tekið þátt í gleðinni. Það er alveg yndislegt að vera í bústaðnum í friðsældinni og fuglasöngnum. Ég fer svo vestur á mánudaginn eftir að hafa farið í eftirlit til læknisins og þá skírist frekar hvenær ég má fara að vinna aftur. Hafið þið það gott yfir helgina folks!!
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
Dóra komin til Árósa og ég laus við æðahnúta!
Jæja, þá er Dóra mín komin til Árósa með Kristínu Lilja vinkonu sinni. Ég ók henni á völlinn og við byrjuðum í Smáralindinni upp úr 12 á hádegi og fengum okkur að borða. Síðan röltum við um í rólegheitum og fengum okkur svo kaffi á Energia áður en lagt var í hann. Það var samt ansi skondið að þegar ég sótti hana heim var hún með svo risastóra ferðatösku að ég ætlaði ekki að koma henni í skottið á bílnum mínum. Það er nú samt frekar lítið og svo var hún með bakpoka líka ásamt handfarangri. Við vorum komnar á völlin upp úr kl. 15:00 og lentum í þvílíkri biðröð og sem betur fer kom vinkonan fljótlega (með annan eins farangur ef ekki meiri) og gat troðið sér til okkar. Við biðum í rúmann klukkutíma áður en við gátum tékkað þær inn en þá syrti nú verulega í álinn!! Farþegar mega hafa með sér 20 kíló á mann en þegar farangurinn þeirra var viktaður saman þá viktaði hann 77 kíló takk fyrir.
Þær voru sem sagt með samtals 37 kíló í yfirvikt og hvert kíló kostar 550 krónur og þær fölnuðu báðar. En sem betur fer var stúlkan sem tékkaði þær inn þvílíkt almennileg og hjálpsöm að þrátt fyrir að hún átti auðvitað að láta þær borga fullt gjald þá sleppti hún með að borga fyrir 15 kíló saman sem gerði rúmar fjögur þúsund á hvora þeirra og tóku þær aftur gleði sína. En að öðru leiti gekk allt og Sigga hans Sverris mín sótti þær til Billund og ók þeim svo daginn eftir í skólann. Þar voru saman komnir 187 nýnemar og þar af 18 Íslendingar. Það eru bara næstum tíu prósent nýnemanna svo þær hitta greinilega fullt af samlöndum.
Ég tók nokkrar myndir síðasta daginn sem ég var með henni Dóru og birti þær þegar ég kem heim aftur eftir dönsku dagana. Nú er ég nefnilega búin að far í aðgerðina, (fór í gær) og hún gekk mjög vel. Ég var bara fjallhress eftir svæfinguna og var ekki með svo mikla verki í gær. Ég svaf reyndar lítið í nótt en ég ætla að leggja mig þegar Andri Freyr er farinn á fótboltaæfingu.
En svona í lokinn verð ég að segja ykkur frá brasi mínu í flugstöðinni þegar ég ætlaði að borga skammtímabílastæðið í miðavélinni inni. Ég stakk miðanum í raufina eins og fyrir mig var lagt og vélin sagði mér að ég skuldaði hundrað krónur. Jú ég var alveg sátt við það og ætlaði að borga þær veð 500 króna seðli því aldrei þessu vant var ég ekki með neitt klink á mér. En það var alveg sama hvað ég gerði, hvernig ég snéri fjárans seðlinum, vélinn skilaði honum alltaf aftur. Þá var mér bent á að krumpa seðilinn og prófa aftur en það gekk lítið betur. Þá rétti ég fjárans vélinni debitkortið mitt því að er möguleiki líka en það gekk ekki heldur. Ég stóð þarna í öngum mínum og skimaði eftir Cecuritas manninum sem átti að vera þarna til aðstoðar en hann hafði auðvitað gufað upp. Ég átti bara eftir að sparka í vélarskömmina í illsku minni þega yndisleg hjón komu aðvífandi og ætluðu að nota þetta gargan. Þau buðust til að leysa mig úr prísundinni og borga hundrað karlinn fyrir mig sem þau og gerðu. Ég væri þarna eflaust enn en þau hefðu ekki verið svona hjálpleg. Svona eru nú margir hjálpsamir við náungan.
Þær voru sem sagt með samtals 37 kíló í yfirvikt og hvert kíló kostar 550 krónur og þær fölnuðu báðar. En sem betur fer var stúlkan sem tékkaði þær inn þvílíkt almennileg og hjálpsöm að þrátt fyrir að hún átti auðvitað að láta þær borga fullt gjald þá sleppti hún með að borga fyrir 15 kíló saman sem gerði rúmar fjögur þúsund á hvora þeirra og tóku þær aftur gleði sína. En að öðru leiti gekk allt og Sigga hans Sverris mín sótti þær til Billund og ók þeim svo daginn eftir í skólann. Þar voru saman komnir 187 nýnemar og þar af 18 Íslendingar. Það eru bara næstum tíu prósent nýnemanna svo þær hitta greinilega fullt af samlöndum.
Ég tók nokkrar myndir síðasta daginn sem ég var með henni Dóru og birti þær þegar ég kem heim aftur eftir dönsku dagana. Nú er ég nefnilega búin að far í aðgerðina, (fór í gær) og hún gekk mjög vel. Ég var bara fjallhress eftir svæfinguna og var ekki með svo mikla verki í gær. Ég svaf reyndar lítið í nótt en ég ætla að leggja mig þegar Andri Freyr er farinn á fótboltaæfingu.
En svona í lokinn verð ég að segja ykkur frá brasi mínu í flugstöðinni þegar ég ætlaði að borga skammtímabílastæðið í miðavélinni inni. Ég stakk miðanum í raufina eins og fyrir mig var lagt og vélin sagði mér að ég skuldaði hundrað krónur. Jú ég var alveg sátt við það og ætlaði að borga þær veð 500 króna seðli því aldrei þessu vant var ég ekki með neitt klink á mér. En það var alveg sama hvað ég gerði, hvernig ég snéri fjárans seðlinum, vélinn skilaði honum alltaf aftur. Þá var mér bent á að krumpa seðilinn og prófa aftur en það gekk lítið betur. Þá rétti ég fjárans vélinni debitkortið mitt því að er möguleiki líka en það gekk ekki heldur. Ég stóð þarna í öngum mínum og skimaði eftir Cecuritas manninum sem átti að vera þarna til aðstoðar en hann hafði auðvitað gufað upp. Ég átti bara eftir að sparka í vélarskömmina í illsku minni þega yndisleg hjón komu aðvífandi og ætluðu að nota þetta gargan. Þau buðust til að leysa mig úr prísundinni og borga hundrað karlinn fyrir mig sem þau og gerðu. Ég væri þarna eflaust enn en þau hefðu ekki verið svona hjálpleg. Svona eru nú margir hjálpsamir við náungan.
föstudagur, ágúst 11, 2006
Dóra verður dönsk
Ég kom í bæinn í gær og beint í veislumáltíð hjá Kristínu og Jónasi. Þetta var kveðjukvöldmatur fyrir Dóru Lind því nú er komið að því!! Heija Danmörk, i morgen reiser hun veg í Hojskole i AArhus. Maturinn var frábær eins og alltaf hjá Kristínu og æðislegt að hafa systkynin öll saman því það gerist ekki oft nú orðið. Í morgun hjálpaði ég svo Rúnari að bera kassa út í flutningabíl því hann er að flytja búferlum til Hellisands. Hrenni mágur kom líka og hjálpaði honum með þungu hlutina og við troðfylltur bílinn. Rúnar fór síðan af stað og kom aftur í kvöld til að sækja afganginn. Ég vona að nú fari loksins að rætast úr hans málum því það er svo sárt að sjá hann fara illa með sjálfan sig.
Í kvöld kom svo Dóra Lind og við vorum í rólegheitum þangað til Ingibjörg Ósk og Elísabet bestu vinkonur hennar komu til að kveðja. Við spjölluðum og hlóum og flyssuðum fram eftir kvöldi eins og kvenna er von og vísa. Þær eru svo yndislegar þessar elskur og góðar hverjar við aðra. Ég ætla svo að keyra hana út á flugvöll á morgun og ég held að þá fyrst renni það upp fyrir mér að "litla barnin mitt" er að fara í skóla til útlanda og ég sé hana ekki aftur fyrr en um jólin. Ó hvað ég á eftir að sakna hennar!! Samt er svo ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt þegar nóg er að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt við að vera. Svo elsku Dóra mín skemmtu þér nú alveg eins og þú getur og náðu í sætan og ríkan Dana svo ég hafi ástæðu að koma oft að heimsækja þig..
Í kvöld kom svo Dóra Lind og við vorum í rólegheitum þangað til Ingibjörg Ósk og Elísabet bestu vinkonur hennar komu til að kveðja. Við spjölluðum og hlóum og flyssuðum fram eftir kvöldi eins og kvenna er von og vísa. Þær eru svo yndislegar þessar elskur og góðar hverjar við aðra. Ég ætla svo að keyra hana út á flugvöll á morgun og ég held að þá fyrst renni það upp fyrir mér að "litla barnin mitt" er að fara í skóla til útlanda og ég sé hana ekki aftur fyrr en um jólin. Ó hvað ég á eftir að sakna hennar!! Samt er svo ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt þegar nóg er að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt við að vera. Svo elsku Dóra mín skemmtu þér nú alveg eins og þú getur og náðu í sætan og ríkan Dana svo ég hafi ástæðu að koma oft að heimsækja þig..
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
Afmælisdagur Mömmu minnar
Í dag 10. ágúst er afmælisdagur mömmu minnar og ef hún hefði lifað þá hefði hún orðið 88 ára. Því miður dó hún þremur vikum seinna og þessar myndir eru teknar á afmælinu hennar í fyrra og eru með þeim síðustu af henni á lífi. Þarna var þessi elskulega flotta kona orðin dauðveik. Alltaf hélt´hún samt reisn sinni á hverju sem gekk.Ég ætla að heiðra minningu hennar með því að heimsækja leiðið hennar á Akranesi og færa henni blóm í tilefni dagsins
Guðrún og mamma á afmælinu hennar í fyrra
Þarna er hún þreytt en alltaf jafn falleg
Að fá sér afmæliskkökuna
Ég vona bara að ég verði jafn falleg og glæsileg gömul kona og hún verði ég svona gömul og einnig vona ég að ég hafi fengið góðmennsku hennar og samkennd gagnvart þeim sem bágt eiga. Elsku mamma, ég trúi að þú fylgist með mér og lesir skrifin mín, til hamingju með afmælið.
Guðrún og mamma á afmælinu hennar í fyrra
Þarna er hún þreytt en alltaf jafn falleg
Að fá sér afmæliskkökuna
Ég vona bara að ég verði jafn falleg og glæsileg gömul kona og hún verði ég svona gömul og einnig vona ég að ég hafi fengið góðmennsku hennar og samkennd gagnvart þeim sem bágt eiga. Elsku mamma, ég trúi að þú fylgist með mér og lesir skrifin mín, til hamingju með afmælið.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Farvel Dora Lind nu bliver du dansk
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin og fólk svona almennt komið heim af útihátíðum. Það var mjög mikið að gera alla helgina í sundlauginni þrátt fyrir óhagstæða veðurspá fyrir Snæfellsnesið. Annars verð ég að segja að veðrið hér í Stykkishólmi var bara mjög gott, hlýtt og logn alla dagana og rigndi bara á laugardeginum. Við fengum meira að segja sólskin í gær. Ég er í fríi í dag og ligg bara í leti yfir EM í frjálsum. Fór í annan golftíman minn í gær kvöldi eftir vinnu og gekk svona upp og ofan að mér fannst. Kennarinn sagði mér að ég væri mjög efnilegur byrjandi en þeir segja það nú örugglega við alla. Mér gekk samt mjög vel að pútta, fékk lengdina á púttunum oftast rétta og setti mörgum sinnum ofan í. Ætla að fara og æfa mig á þeim atriðum sem kennarinn fór yfir í kvöld.
Ég fer síðan í bæinn á fimmtudagskvöldið því Dóra Lind mín er að fara til Aarhus í lýðháskóla fram að áramótum að minnsta kosti og mig langar til að eyða með henni síðasta deginum hér heima. Svo er nú hin árlega “Kofahelgi” í bústaðnum upp við Heklu og ég ætla að fara þangað á laugardeginum eftir að Dóra er farin. Síðan býst ég við að vera vikuna eftir í Reykjavík, fer í æðahnútaaðgerð á mánudaginn og á að taka það rólega fyrstu dagana á eftir. Nú hittist þannig á að “Dönsku dagarnir” okkar Hólmara og “Menningarnótt” í Reykjavík er á sömu helginni og mig langar eiginlega frekar að vera á menningarnótt en ætli ég sjái ekki bara til með það. Ég verð bara að ákveða það seinna. Er ekki skemmtilegt þetta líf elskurnar mínar?
Ég fer síðan í bæinn á fimmtudagskvöldið því Dóra Lind mín er að fara til Aarhus í lýðháskóla fram að áramótum að minnsta kosti og mig langar til að eyða með henni síðasta deginum hér heima. Svo er nú hin árlega “Kofahelgi” í bústaðnum upp við Heklu og ég ætla að fara þangað á laugardeginum eftir að Dóra er farin. Síðan býst ég við að vera vikuna eftir í Reykjavík, fer í æðahnútaaðgerð á mánudaginn og á að taka það rólega fyrstu dagana á eftir. Nú hittist þannig á að “Dönsku dagarnir” okkar Hólmara og “Menningarnótt” í Reykjavík er á sömu helginni og mig langar eiginlega frekar að vera á menningarnótt en ætli ég sjái ekki bara til með það. Ég verð bara að ákveða það seinna. Er ekki skemmtilegt þetta líf elskurnar mínar?
föstudagur, ágúst 04, 2006
Föstudagur í verslunarmannahelgi
Þá er kominn föstudagur og verslunarmannahelgin brostin á. Það er greinilegt að traffíkin liggur ekki hingað í Stykkishólm og gestir sundlaugarinnar eru í færra lagi miðað við það sem verið hefur undanfarnar vikur. Hér er þó í augnarblikinu alveg þokkalegasta veður, hlýtt og þungbúið en skúrir af og til og dálítill vindur. Það stefnir í mjög rólegt kvöld og það mætti halda að það væri föstudagskvöld að vetri til því þá koma alltaf fæstir í sund.
Ég á alla helgina og get ekki sagt að ég gleðjist sérstaklega yfir því en svona er þetta bara og fylgir vaktavinnunni að vinna kvöld og helgar. Jón Örn og Arna og fjölskylda eru að koma og ætla að vera um helgina og fara út í eyjar ef að gefur á sjóinn fyrir Gautann. Veðurspáin er samt ekki góð en kannski verður hægt að fara út í Dverga í lunda, hver veit. Verð að rjúka, er að stelast til að blogga í vinnunni !!
Ég á alla helgina og get ekki sagt að ég gleðjist sérstaklega yfir því en svona er þetta bara og fylgir vaktavinnunni að vinna kvöld og helgar. Jón Örn og Arna og fjölskylda eru að koma og ætla að vera um helgina og fara út í eyjar ef að gefur á sjóinn fyrir Gautann. Veðurspáin er samt ekki góð en kannski verður hægt að fara út í Dverga í lunda, hver veit. Verð að rjúka, er að stelast til að blogga í vinnunni !!
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Aftur í vinnurútínuna
Þá er sumarfríið mitt búið í bili og ég þarf svo sem ekki að hvarta því ég á alveg tvær vikur eftir sem ég ætla að geyma mér aðeins. Ég byrjaði í vinnunni í fyrradag og það er búið að vera alveg brjálað að gera. Ég fékk vinkonu mína hana Öddu Höskulds í heimsókn á laugardeginum og við skelltum okkur á "Góða stund í Grundarfirði" og vorum þar til kl. fjögur um nóttina. Það var þvílíkt gaman og veðrið alveg frábært.
Í dag koma svo Óli og Sólrún mágkona í stutta heimsókn, en geta því miður ekki stoppað nema til kvölds. Þau ætla að drífa sig upp í bústað á fimmtudaginn og ég dauðöfunda þau af því. Friðrik ætlar að fara í Bjarneyjar ef veður og heilsa leyfir, en hann er alveg í keng. Fór í bakinu eina ferðina enn og svo fer hann alveg ferlega illa með sig. Ég verð bara í vinnunni minni um helgina og það verður örugglega fjör hjá okkur. Jæja, læt þetta duga í bili farið þið öll vel með ykkur...
Í dag koma svo Óli og Sólrún mágkona í stutta heimsókn, en geta því miður ekki stoppað nema til kvölds. Þau ætla að drífa sig upp í bústað á fimmtudaginn og ég dauðöfunda þau af því. Friðrik ætlar að fara í Bjarneyjar ef veður og heilsa leyfir, en hann er alveg í keng. Fór í bakinu eina ferðina enn og svo fer hann alveg ferlega illa með sig. Ég verð bara í vinnunni minni um helgina og það verður örugglega fjör hjá okkur. Jæja, læt þetta duga í bili farið þið öll vel með ykkur...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)