Nú er ég orðin fjári góð í fótunum og fer að vinna aftur eftir helgina. Þetta hefur satt að segja ekki verið svo erfitt því auðvitað hlýtur maður að finna til eftir skurðaðgerðir. Ég átti von á því miklu verra. Ég var svo sem ekki neitt sérstaklega rólegur sjúklingur, hreifði mig trúlega of mikið í fyrstu en hef ekki orðið meint af því. Ég fór meira að segja upp í Kofa með Friðrik ásamt þeim Sólrúnu og Óla. Það var æðislegt að vera þar í rólegheitum og á laugardeginum fórum við svo í bíltúr upp í Þakgil sem er alveg upp við Mýrdalsjökul. Æðislegur staður. Við ætlum að fara á morgun upp í Kofa og verður það nú trúlega síðasta heimsókn mín þangað í sumar. Ég ætla að týna eitthvað af berjum ef veðrið verður gott nammi namm.... Hildur vinkona kom í heimsókn til mín meðan ég var að jafna mig eftir aðgerðina heima hjá Kristínu. Hún er alltaf jafn sæt og fín.
Óli og Sólrún á góðri stundu í Kofanum eftir humarátið mikla. (Besti matur í heimi)
Svona var veðrið allan tímann ogSiggi stormur spáði rigningu alla helgina. Lítið að marka það!!
Uppi í Þakgili fann ég forláta stein sem ég tók með til minnja. Geymi hann upp í hillu í Kofanum.