þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Letistuð á minni
Heima er jú alltaf best. Kom heim í gær og er bara nokkuð hress. Á samt að taka það rólega og fara mér ekki of geyst til að byrja með. Er laus við umbúðirnar á fótunum og er bara í stuðningssokkum sem þreyta mig dálítið. Fer að vinna á mánudaginn og ætla bara að hafa það rólegt þangað til. Dóra mín er mjög ánægð í skólanum, virðist vera sannkallað ævintýri og brjálað að gera í íþróttunum. Hjólreiðar, hlaup, sund, klettaklifur, kajaksiglingar, dans og vaxtarrækt, hvað viljið þið hafa það betra? Hún verður óþekkjanleg ef hún djöflast svona, ég er mest hrædd um að hún hverfi. En allavegana er mikið stuð og gaman hjá henni.