fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Í afturbata með lappir upp í loft

Ég er enn hjá Kristínu og bara nokkuð hress eftir aðgerðina. Hún gekk vel en eitthvað hefur þetta samt verið meira en búist var við því nú sagði læknirinn að ég yrði frá vinnu í 10 til14 daga en hafði talað um 7 til 10 eftir atvikum áður en hann skar mig. Ég verð að sætta mig við það og vera stillt og prúð því ekki vill maður skemma það sem er verið að laga með einhverri óþarfa óþolinmæði. En Á morgun ætlum við "upp í Kofa" með Óla og Sólrúnu því ég get alveg eins legið þar í rólegheitum eins og heima og svo viljum við hvorki vera á menningarnótt né á dönskum dögum þessa helgina. Best að forða sér sem lengst frá þessu þegar maður getur ekki tekið þátt í gleðinni. Það er alveg yndislegt að vera í bústaðnum í friðsældinni og fuglasöngnum. Ég fer svo vestur á mánudaginn eftir að hafa farið í eftirlit til læknisins og þá skírist frekar hvenær ég má fara að vinna aftur. Hafið þið það gott yfir helgina folks!!