miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Rockstar er ekkert fyrir mig
Ekki gekk hjá mér að kjósa Magna í nótt. Ég er nú bara þrælfúl yfir því að hafa lagt það á mig að vakna klukkan 5:30 í morgun til að kjósa hann. Ég reyndi og reyndi og ekkert gekk. Ég var meira að segja á kvöldvakt í gærkvöldi og svaf ekki nema í fjóra tíma. Svo heyrði ég Ívar Guðmundsson á Bylgjunni vera að leiðbeina fólki til að kjósa hann í morgun. Það átti sem sagt að breyta tímanum í tölvunni sinni á Hawai- tíma og þá var hægt að kjósa ennþá. Ég segi fyrir mig að ég tek ekki þátt í svona svindli og ef hann dettur út þá mun hvorki himinn eða jörð farast. En þetta sýnir best hvað mikið er að marka þessa kosningu, akkúrat ekki neitt.