Ég kom í bæinn í gær og beint í veislumáltíð hjá Kristínu og Jónasi. Þetta var kveðjukvöldmatur fyrir Dóru Lind því nú er komið að því!! Heija Danmörk, i morgen reiser hun veg í Hojskole i AArhus. Maturinn var frábær eins og alltaf hjá Kristínu og æðislegt að hafa systkynin öll saman því það gerist ekki oft nú orðið. Í morgun hjálpaði ég svo Rúnari að bera kassa út í flutningabíl því hann er að flytja búferlum til Hellisands. Hrenni mágur kom líka og hjálpaði honum með þungu hlutina og við troðfylltur bílinn. Rúnar fór síðan af stað og kom aftur í kvöld til að sækja afganginn. Ég vona að nú fari loksins að rætast úr hans málum því það er svo sárt að sjá hann fara illa með sjálfan sig.
Í kvöld kom svo Dóra Lind og við vorum í rólegheitum þangað til Ingibjörg Ósk og Elísabet bestu vinkonur hennar komu til að kveðja. Við spjölluðum og hlóum og flyssuðum fram eftir kvöldi eins og kvenna er von og vísa. Þær eru svo yndislegar þessar elskur og góðar hverjar við aðra. Ég ætla svo að keyra hana út á flugvöll á morgun og ég held að þá fyrst renni það upp fyrir mér að "litla barnin mitt" er að fara í skóla til útlanda og ég sé hana ekki aftur fyrr en um jólin. Ó hvað ég á eftir að sakna hennar!! Samt er svo ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt þegar nóg er að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt við að vera. Svo elsku Dóra mín skemmtu þér nú alveg eins og þú getur og náðu í sætan og ríkan Dana svo ég hafi ástæðu að koma oft að heimsækja þig..