Í dag 10. ágúst er afmælisdagur mömmu minnar og ef hún hefði lifað þá hefði hún orðið 88 ára. Því miður dó hún þremur vikum seinna og þessar myndir eru teknar á afmælinu hennar í fyrra og eru með þeim síðustu af henni á lífi. Þarna var þessi elskulega flotta kona orðin dauðveik. Alltaf hélt´hún samt reisn sinni á hverju sem gekk.Ég ætla að heiðra minningu hennar með því að heimsækja leiðið hennar á Akranesi og færa henni blóm í tilefni dagsins
Guðrún og mamma á afmælinu hennar í fyrra
Þarna er hún þreytt en alltaf jafn falleg
Að fá sér afmæliskkökuna
Ég vona bara að ég verði jafn falleg og glæsileg gömul kona og hún verði ég svona gömul og einnig vona ég að ég hafi fengið góðmennsku hennar og samkennd gagnvart þeim sem bágt eiga. Elsku mamma, ég trúi að þú fylgist með mér og lesir skrifin mín, til hamingju með afmælið.