Þá er kominn föstudagur og verslunarmannahelgin brostin á. Það er greinilegt að traffíkin liggur ekki hingað í Stykkishólm og gestir sundlaugarinnar eru í færra lagi miðað við það sem verið hefur undanfarnar vikur. Hér er þó í augnarblikinu alveg þokkalegasta veður, hlýtt og þungbúið en skúrir af og til og dálítill vindur. Það stefnir í mjög rólegt kvöld og það mætti halda að það væri föstudagskvöld að vetri til því þá koma alltaf fæstir í sund.
Ég á alla helgina og get ekki sagt að ég gleðjist sérstaklega yfir því en svona er þetta bara og fylgir vaktavinnunni að vinna kvöld og helgar. Jón Örn og Arna og fjölskylda eru að koma og ætla að vera um helgina og fara út í eyjar ef að gefur á sjóinn fyrir Gautann. Veðurspáin er samt ekki góð en kannski verður hægt að fara út í Dverga í lunda, hver veit. Verð að rjúka, er að stelast til að blogga í vinnunni !!