miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Aftur í vinnurútínuna

Þá er sumarfríið mitt búið í bili og ég þarf svo sem ekki að hvarta því ég á alveg tvær vikur eftir sem ég ætla að geyma mér aðeins. Ég byrjaði í vinnunni í fyrradag og það er búið að vera alveg brjálað að gera. Ég fékk vinkonu mína hana Öddu Höskulds í heimsókn á laugardeginum og við skelltum okkur á "Góða stund í Grundarfirði" og vorum þar til kl. fjögur um nóttina. Það var þvílíkt gaman og veðrið alveg frábært.

Í dag koma svo Óli og Sólrún mágkona í stutta heimsókn, en geta því miður ekki stoppað nema til kvölds. Þau ætla að drífa sig upp í bústað á fimmtudaginn og ég dauðöfunda þau af því. Friðrik ætlar að fara í Bjarneyjar ef veður og heilsa leyfir, en hann er alveg í keng. Fór í bakinu eina ferðina enn og svo fer hann alveg ferlega illa með sig. Ég verð bara í vinnunni minni um helgina og það verður örugglega fjör hjá okkur. Jæja, læt þetta duga í bili farið þið öll vel með ykkur...