þriðjudagur, júlí 25, 2006
Út í Eyjar
Þá er ég búin að fara í fyrsta golftímann!! Þetta var bara skemmtilegt þótt ég hitti ekki kúluna nema öðru hvoru. Þetta sýnist svo auðvelt þegar maður horfir á þessa snillinga í Britis Open leika. Ég er ánægð yfir að hafa loks haft mig í að fara og ætla aftur á mánudaginn. En nú þarf ég að drífa mig, er að fara út í Hvallátur. Fer fyrst með Baldri út í Flatey og þangað sækir Friðrik mig. Veðrið er mjög gott og verður örugglega gaman að vera það fram á föstudagskvöld en þá kem ég heim. Þangað til, hafið þið það gott.