mánudagur, júlí 24, 2006
Ótrúlega yndislegt að vera í fríi
Ég vil ekki vera vanþakklát en væri nú ekki betra ef að veðurfarið á Íslandi væri dátlítið jafnara. Ég er að skikkna úr sól og hita. Ég fór í sund í morgun og er bara nýkomin heim og ég get sagt það með sanni að núna verð ég hreinlega að leggja mig, svo dösuð er ég eftir sólina og sundið. En ég finn til með þeim sem ekki eru jafn heppnir og ég að vera í fríi þessa yndislegu sólardaga og geta notið þeirra út í ystu æsar. Ég fer svo í golfkennslu í kvöld og það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur. Svo hafið þið það gott í dag eins og ég.