sunnudagur, október 30, 2005

Kvöldvaka

Jæja þá er fríhelgin mín að verða búin og hún fór eiginlega í ekki neitt. Ég er búin að vera í algjöru letistuði, ætlaði að pakka inn jólagjöfunum til Dananna minna því það styttist óðum í að ég fari til Horsens og ætla að taka jólagjafirnar með og spara mér sendingarkostnaðinn hjá póstinum. Það er nú ákveðin ástæða fyrir letinni í mér því ég var svo óheppin að "fá í Bakið" og hef eiginlega legið bakk í dag en er samt á "hægum batavegi" eins og sagt er.

Drífa hringdi frá Japan í kvöld búin að pakka niður og fer til Tokio snemma í fyrramálið og verður þar eina nótt og heldur þá til Danmerkur. Ætlar að stoppa þar í tvo daga og fer þaðan til Svalbarða með vinum sínum í Nordjob. Hún kemur heim þann 13. nóv og er þá búin að vera erlendis síðan í byrjun júlí. Það verður gaman að fá hana heim.

Snæfell er að spila í deildinni í þessum skrifuðu orðum og ég ákvað að vera ekkert að svekkja mig á því að fara á leikinn. Frétti seinna í kvöld hvað þeir töpuðu stórt. Æi, þetta er ekki fallega sagt, kannski vinna þeir núna. Það eru ekki alltaf jólin í þessu sem öðru. Læt þetta duga í bili, ætla að drífa mig í rúmið svo ég verði hress og dugleg á morgun hm.............

föstudagur, október 28, 2005

Veðrið kl. 16:30 þann 28.10.2005

Íhaldssemi

Er það ekki skrítið hvað fólk er ihaldsamt? Mig rak í rogastans þegar þeir háu herrar hjá ríkissjónvarpinu breyttu veðurfréttunum sínum. Í staðin fyrir hinar "gömlu og góðu" veðurfréttir standa veðurfréttamennirnir fyrir framan risastóra og kolgræna (þoli ekki framsóknarlitinn) mynd af Íslandi með eitthvað "apparat" sér í hönd sem þeir nota til að skipta um myndir á skjánum og eru á sífelldu vappi til að standa ekki fyrir því sem fólk á að taka eftir á skjánum. Er þetta frekar vandræðalegt og als ekki til bóta. Ég treysti því að Páll Magnússon, hinn nýji útvarpsstjóri og smekkmaður gangi í málið og lagfæri þessa hörmung. Og talandi um veður þá er grenjandi stórhríð svo sér ekki út úr augum og ekki hundi út sigandi. Ég er komin í helgarfrí og ætlaði að gera svo margt og mikið í dag. Átti líka von á gestum því Hjálmar, Arna og dætur ætluðu að koma og vera hjá okkur yfir helgina og svo átti að slá upp borðhaldi á Víkurgötunni á morgun en Erla, Siggi, og börn verða trúlega einu gestirnir ef veðrið lagast ekki fljótlega.

þriðjudagur, október 25, 2005

Framhald af síðasta bloggi



Erla bæjarstýra og Birta voru auðvitað með í göngunni en litlir fætur urðu svolítið þreyttir því gönguhraðinn var full mikill. Veitingarmaðurinn á Fimm Fiskum bauð öllum konur í kaffi og meðlæti af miklum "rausnarskap" gegn vægu gjaldi og fóru allar konur í kaffi og gerðu góðgætinu góð skil. Svo mikið fjölmenni var þar inni að ég týndi Erlu og Birtu og fann þær ekki aftur. Við höfðum minnst á að nú væri aldeilis veður til að fara í sund að loknum fundi þannig að ég dreif mig í sundlaugina og skellti mér mína venjulegu 600 metra (ekki hlægja é er smá saman að lengja þetta). Þegar ég var að klæða mig eftir sundsprettin komu þær mæðgur til að láta líða úr sér í heita pottinum. Erla hafði hringt í gemsann minn en ég ekki heyrt svo þannig fór nú það. Þetta var sem sagt alveg meiri háttar góður dagur og því miður koma víst aldrei tveir svona góðir dagar í röð, í dag er rok og kuldi úffffff betra að vera kappklæddur...........

Og veðurguðirnir sýndu samstöðu í verki !!!


Það er langt síðan að veðrið hafir verið jafn gott og í gær, þann 24. október þegar velflestar konur í Stykkishólmi hittumst í kvennfélagsgarðinum til að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum launakjörum kvenna til handa. Ég fór með því hugarfari að leggja baráttunni um bætt kjör til láglaunastétta (það eru aðallega konur, öryrkjar og ellilífeyrisþegar því miður) í þjóðfélaginu því ég er þeirrar skoðunar að konur geti sínum baráttumálum fram með öðru móti en að stofna sérstakar kvennahreyfingar og kvennalista o.sv.fr. En nóg um það.


Með Kristínu Ben í broddi fylkinga gengum við í skrúðgöngu "djúpleiðina" niður á Fimm Fiska, þar sem fóru fram ræðuhöld valinkunnra kvenna í tilefni dagsins. Höfðu konur á orði að fjölmennara væri þar en á sjálfan þjóðhátíðardaginn !!

mánudagur, október 24, 2005

Nú er frost á fróni


Þá er þessi helgin búin og kominn mánudagur 24. október. Fyrir 30 árum tóku konur sér frí frá hinu daglega amstri og komu saman til að mótmæla launamisrétti karla og kvenna. Þetta vakti heimsathygli og nú á sem sagt að endurvekja "kvennafrídaginn". Ég er á móti öllu sem heitir kvenna-eitthvað eins og kvennalisti, kvennafrídagur, und so weiter. Mín skoðun er sú að auðvita er ekki ennþá jafnræði í launum milli kvenna og karla og verður trúlega aldrei á þeim vinnustöðum sem eru einkareknir og auðvitað er það ekki gott. En á mínum vinnustað vantar ekkert upp á jafnréttið milli karla og kvenna, við erum öll á sömu lágu lúsarlaununum.

Snæfell lék seinni leikinn á móti Val í hópbílabikarnum og stóð sig svo illa að himnarnir grétu fögrum hvítum snjókornum og þegar leik var lokið þá var jafnt og jafnframt allt orðið hvítt úti. Þetta er afar jólalegt og sem betur fer einu skreytingarnar sem komnar eru hér í Hólminum í tilefni af væntalegum jólum og þær líka náttúruvænar því ef hlýnar þá hverfur þessi hvíta ábreiða um leið. Hér er semsagt frábært veður sól og vægt frost og jólasnjór...

fimmtudagur, október 20, 2005

Úr einu í annað


Er það ekki tybískt að fögru fyrirheitin fara fyrir lítið allt of oft? Ég hef ætlað að fara og synda á hverjum degi síðan ég kom heim en ekki haft mig í það. Ætla alltaf að fara á morgun !!!
En nú skal bæta ráð sitt og drífa sig. Ég ætla sem sagt að fara áður en ég fer að vinna í dag og fara svo í pottinn og láta líða úr mér eftir sundsprettinn. Var á fínu róli áður en ég fór í fríið og fór á hverjum degi og synti frá 700-1000 metra eftir því hvernig lá á mér. Ætla byrja rólega og synda bara 500 metra í dag.

Ég fór í Grundarfjörð í fyrradag til að fara í fótsnyrtingu. Það var mjög fínt og svo skemmtilega vill til að snyrtifræðingurinn býr í gamla húsinu mínu. 'Eg hef ekki komið þar inn síðan ég lokaði á eftir mér í ágúst 1996 og var bara mjög gaman að fá að skoða húsið og garðinn sem er orðinn virkilega gróinn og fallegur.

Svo styttist í Danmerkurferðina hjá mér og ég ætla að hitta vinkonu mína hana Höbbu sem býr rétt fyrir utan Köben áður en ég fer til Sverris og Siggu. Hlakka mikið til að sjá litla prinsinn sem er alveg yndislega fallegur og myndarlegur strákur. Meira seinna..........
P.S. Þetta eru dönsku ömmubörnin mín !!!

mánudagur, október 17, 2005

Besta vinkonan og maðurinn


Eg verð að segja ykkur frá því að þessi tvö sem er á þessari eru bestu vinir mínir. Ég elska þau bæði og þau hafa það sameiginlegt að vera svoooooooo skemmtileg. Ég bý með manninum en besta vinkonan mín bír í Wien og ég sakna hennar svo mikið Hún hefur alveg einstakan húmor og við getum grínast með alla hluti og Andrea mín þú verður að byrja að blogga þetta er virkilega gama og takk fyrir að kommenta á bloggið mitt. Ég var nýbyrjuð á þessu þegar mamma dó og er svona að læra að ná tökum á þessu. Láttu nú verða af því að blogga Ef þú kennarinn kemst ekki farm úr því þá skal ég éta hattinn minn og hana nú......................

fimmtudagur, október 13, 2005

Vetur kominn

Ekki lætur veturinn bíða eftir sér þetta árið. Búið að vera ískalt síðan við komum frá San Francisco og í gærkvöldi byrjaði að snjóa. Hugsið ykkur það var 12. oktober í gær og jörðin var alhvít, sennilega 10 cm snjólag og krapi á götunum þegar ég kom heim úr vinnunni um 11 leytið í gærkvöldi. Eins og gefur að skilja var þeg ekki kát með þetta því í dag þarf ég að fara suður og ég er á sumardekkjunum. Það er yfir fjallveg að fara svo þetta er ekki mjög spennandi.

Nú er líka vetrarvertíðin hjá meistaraflokki Snæfells í körfubolta að byrja í kvöld með leik á móti Hamri- Selfoss og verður fróðlegt að sjá hvernig heimamönnum gengur en þeir misstu 4 lykilmenn eftir síðasta leiktímabil til annarra liða bæði hérlendis og erlendis. Reyndar eru komnir aðrið í þeirra stað og einnig nýjir "útlendingar" en í æfingaleikjum hafa þeir ekki staðið sig vel og er þeim því miður spáð falli í deildinni. En eins og alltaf "spyrjum að leikslokum"........

mánudagur, október 10, 2005

Blómin hennar Andreu

..... Posted by Picasa
Þetta eru blómin á akrinum við sumarbústaðinn hennar Andreu vinkonu í Podesdorf við Neusiedlersee. Neusiedlersee er vatn í Austurríki rétt við landamæri Ungverjalands, meiriháttar fallegt svæði og aðeins þriggja kortera akstur frá Vínarborg. Ég skrifa þetta vegna þess að mér tókst loksins að setja mynd inn á bloggið og hef ekki minnstu hugmynd um hvernig ég fór að því........ Ég er algjör snillingur ha ha ha

"Að vera klukkuð"

Þá er sumarfríið mitt búið í bili og ég er strax dottin í vinnurútínuna af fullum krafti. Við komum heim á fimmtudagskvöldið og vorum þá búin að vaka næstum tvo sólarhringa. Ég fór á morgunvakt á föstudeginum og átti svo helgina líka. Þetta varð löng helgi þar sem stelpurnar okkar í 8 og 9 bekk voru að keppa á fjölliðamóti sem haldið var hér í Hólminum ásamt Grindvíkingum, Keflvíkingum, Haukum og 'IR. Þeim gekk nú ekkert sérlega vel en þetta var samt mjög skemmtilegt. Ég var að vinna til kl. 21:00 og fór beint í mat úr vinnunni til Erlu bæjarstýru sem sá aumur á Jóni Erni, pabba sínum og mér og gaf okkur að borði þetta líka dýrindis læri með öllu tilheyrandi. Ef hún hefði ekki boðið okkur í mat þá lægjum við eflaust veik með "brauðeitrun" hér á þessum bæ. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer til Erlu í heimsókn og líst mér bara vel á húsið hennar.

En svo að ég víki nú aftur að titil þessara skrifa " að vera klukkuð" Það þýðir sem sagt að þá verður maður að skrifa hér fimm atriði sem fáir vita, um sjálfan sig og "klukka" fimm aðra. Elsku prakkarinn hún Drífa "klukkaði" mig þannig að ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að taka þessari áskorun hennar.

1. Ég er alveg hætt að reykja jibbíiiiiiii ( reyki ekki einu sinni í laumi!!!!)

2. Er mjög viðkvæm inn við beinið, fer alltaf að gráta yfir sorglegum bíómyndum sniff, sniff...

3. Ég er gjörsamlega áttavilt í stórborgum, fer alltaf í öfuga átt við það sem rétt er........

4. Þoli ekki að vinna með fólki sem er latt og sérhlífið, allt of margir sem ég vinn með eru þannig

5. Vildi að ég væri í þínum sporum Drífa mín og gæti ferðast svona um heiminn, ætla að gera það í næsta lífi..........

Og þá er best að ég klukki Dóru Lind og Svönu Björk og vona auðvita að þær taki þessari áskorun........

Núna er ég í óðaönn að taka upp úr ferðatöskunum sem ég hef ekki mátt vera að fyrr en í dag. Ég á frí í dag og ætla að drífa mig í að klára töskuskammirnar. Merkilegt hvað er%2

mánudagur, október 03, 2005

Alltaf batnar tad !!!!

Vorum ad koma fra tvi ad vera i Castro a Carnivali homma og lesbia og tad var ogleymanlegt. Eg hefdi ekki truad hvad mikid er til af gay folki og skrautlegum karakterum. Tarna voru samankomnir ad minnsta kosti 200.000 manns og vid aetludum aldrei ad komast i burtu. Sidan forum vid nid'ra hofn og bordudum tar. A morgun forum vid i vinsmokkun i Napavalley og timinn hreinlega flygur afram. Eg held ad tetta se baedi fallegasta og skemmtilegasta borg sem eg hef komid til her i Bandarikjunum. Meira seinna. Eg er tvilikt treytt, buin ad labba sidan i morgun og klukkan er ad verda 22:00 Goda nott elskurnar