fimmtudagur, október 20, 2005
Úr einu í annað
Er það ekki tybískt að fögru fyrirheitin fara fyrir lítið allt of oft? Ég hef ætlað að fara og synda á hverjum degi síðan ég kom heim en ekki haft mig í það. Ætla alltaf að fara á morgun !!!
En nú skal bæta ráð sitt og drífa sig. Ég ætla sem sagt að fara áður en ég fer að vinna í dag og fara svo í pottinn og láta líða úr mér eftir sundsprettinn. Var á fínu róli áður en ég fór í fríið og fór á hverjum degi og synti frá 700-1000 metra eftir því hvernig lá á mér. Ætla byrja rólega og synda bara 500 metra í dag.
Ég fór í Grundarfjörð í fyrradag til að fara í fótsnyrtingu. Það var mjög fínt og svo skemmtilega vill til að snyrtifræðingurinn býr í gamla húsinu mínu. 'Eg hef ekki komið þar inn síðan ég lokaði á eftir mér í ágúst 1996 og var bara mjög gaman að fá að skoða húsið og garðinn sem er orðinn virkilega gróinn og fallegur.
Svo styttist í Danmerkurferðina hjá mér og ég ætla að hitta vinkonu mína hana Höbbu sem býr rétt fyrir utan Köben áður en ég fer til Sverris og Siggu. Hlakka mikið til að sjá litla prinsinn sem er alveg yndislega fallegur og myndarlegur strákur. Meira seinna..........
P.S. Þetta eru dönsku ömmubörnin mín !!!