mánudagur, október 24, 2005

Nú er frost á fróni


Þá er þessi helgin búin og kominn mánudagur 24. október. Fyrir 30 árum tóku konur sér frí frá hinu daglega amstri og komu saman til að mótmæla launamisrétti karla og kvenna. Þetta vakti heimsathygli og nú á sem sagt að endurvekja "kvennafrídaginn". Ég er á móti öllu sem heitir kvenna-eitthvað eins og kvennalisti, kvennafrídagur, und so weiter. Mín skoðun er sú að auðvita er ekki ennþá jafnræði í launum milli kvenna og karla og verður trúlega aldrei á þeim vinnustöðum sem eru einkareknir og auðvitað er það ekki gott. En á mínum vinnustað vantar ekkert upp á jafnréttið milli karla og kvenna, við erum öll á sömu lágu lúsarlaununum.

Snæfell lék seinni leikinn á móti Val í hópbílabikarnum og stóð sig svo illa að himnarnir grétu fögrum hvítum snjókornum og þegar leik var lokið þá var jafnt og jafnframt allt orðið hvítt úti. Þetta er afar jólalegt og sem betur fer einu skreytingarnar sem komnar eru hér í Hólminum í tilefni af væntalegum jólum og þær líka náttúruvænar því ef hlýnar þá hverfur þessi hvíta ábreiða um leið. Hér er semsagt frábært veður sól og vægt frost og jólasnjór...