þriðjudagur, október 25, 2005

Og veðurguðirnir sýndu samstöðu í verki !!!


Það er langt síðan að veðrið hafir verið jafn gott og í gær, þann 24. október þegar velflestar konur í Stykkishólmi hittumst í kvennfélagsgarðinum til að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum launakjörum kvenna til handa. Ég fór með því hugarfari að leggja baráttunni um bætt kjör til láglaunastétta (það eru aðallega konur, öryrkjar og ellilífeyrisþegar því miður) í þjóðfélaginu því ég er þeirrar skoðunar að konur geti sínum baráttumálum fram með öðru móti en að stofna sérstakar kvennahreyfingar og kvennalista o.sv.fr. En nóg um það.


Með Kristínu Ben í broddi fylkinga gengum við í skrúðgöngu "djúpleiðina" niður á Fimm Fiska, þar sem fóru fram ræðuhöld valinkunnra kvenna í tilefni dagsins. Höfðu konur á orði að fjölmennara væri þar en á sjálfan þjóðhátíðardaginn !!