þriðjudagur, október 25, 2005
Framhald af síðasta bloggi
Erla bæjarstýra og Birta voru auðvitað með í göngunni en litlir fætur urðu svolítið þreyttir því gönguhraðinn var full mikill. Veitingarmaðurinn á Fimm Fiskum bauð öllum konur í kaffi og meðlæti af miklum "rausnarskap" gegn vægu gjaldi og fóru allar konur í kaffi og gerðu góðgætinu góð skil. Svo mikið fjölmenni var þar inni að ég týndi Erlu og Birtu og fann þær ekki aftur. Við höfðum minnst á að nú væri aldeilis veður til að fara í sund að loknum fundi þannig að ég dreif mig í sundlaugina og skellti mér mína venjulegu 600 metra (ekki hlægja é er smá saman að lengja þetta). Þegar ég var að klæða mig eftir sundsprettin komu þær mæðgur til að láta líða úr sér í heita pottinum. Erla hafði hringt í gemsann minn en ég ekki heyrt svo þannig fór nú það. Þetta var sem sagt alveg meiri háttar góður dagur og því miður koma víst aldrei tveir svona góðir dagar í röð, í dag er rok og kuldi úffffff betra að vera kappklæddur...........