föstudagur, október 28, 2005

Íhaldssemi

Er það ekki skrítið hvað fólk er ihaldsamt? Mig rak í rogastans þegar þeir háu herrar hjá ríkissjónvarpinu breyttu veðurfréttunum sínum. Í staðin fyrir hinar "gömlu og góðu" veðurfréttir standa veðurfréttamennirnir fyrir framan risastóra og kolgræna (þoli ekki framsóknarlitinn) mynd af Íslandi með eitthvað "apparat" sér í hönd sem þeir nota til að skipta um myndir á skjánum og eru á sífelldu vappi til að standa ekki fyrir því sem fólk á að taka eftir á skjánum. Er þetta frekar vandræðalegt og als ekki til bóta. Ég treysti því að Páll Magnússon, hinn nýji útvarpsstjóri og smekkmaður gangi í málið og lagfæri þessa hörmung. Og talandi um veður þá er grenjandi stórhríð svo sér ekki út úr augum og ekki hundi út sigandi. Ég er komin í helgarfrí og ætlaði að gera svo margt og mikið í dag. Átti líka von á gestum því Hjálmar, Arna og dætur ætluðu að koma og vera hjá okkur yfir helgina og svo átti að slá upp borðhaldi á Víkurgötunni á morgun en Erla, Siggi, og börn verða trúlega einu gestirnir ef veðrið lagast ekki fljótlega.