Þá er sumarfríið mitt búið í bili og ég er strax dottin í vinnurútínuna af fullum krafti. Við komum heim á fimmtudagskvöldið og vorum þá búin að vaka næstum tvo sólarhringa. Ég fór á morgunvakt á föstudeginum og átti svo helgina líka. Þetta varð löng helgi þar sem stelpurnar okkar í 8 og 9 bekk voru að keppa á fjölliðamóti sem haldið var hér í Hólminum ásamt Grindvíkingum, Keflvíkingum, Haukum og 'IR. Þeim gekk nú ekkert sérlega vel en þetta var samt mjög skemmtilegt. Ég var að vinna til kl. 21:00 og fór beint í mat úr vinnunni til Erlu bæjarstýru sem sá aumur á Jóni Erni, pabba sínum og mér og gaf okkur að borði þetta líka dýrindis læri með öllu tilheyrandi. Ef hún hefði ekki boðið okkur í mat þá lægjum við eflaust veik með "brauðeitrun" hér á þessum bæ. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer til Erlu í heimsókn og líst mér bara vel á húsið hennar.
En svo að ég víki nú aftur að titil þessara skrifa " að vera klukkuð" Það þýðir sem sagt að þá verður maður að skrifa hér fimm atriði sem fáir vita, um sjálfan sig og "klukka" fimm aðra. Elsku prakkarinn hún Drífa "klukkaði" mig þannig að ég get ekki verið þekkt fyrir annað en að taka þessari áskorun hennar.
1. Ég er alveg hætt að reykja jibbíiiiiiii ( reyki ekki einu sinni í laumi!!!!)
2. Er mjög viðkvæm inn við beinið, fer alltaf að gráta yfir sorglegum bíómyndum sniff, sniff...
3. Ég er gjörsamlega áttavilt í stórborgum, fer alltaf í öfuga átt við það sem rétt er........
4. Þoli ekki að vinna með fólki sem er latt og sérhlífið, allt of margir sem ég vinn með eru þannig
5. Vildi að ég væri í þínum sporum Drífa mín og gæti ferðast svona um heiminn, ætla að gera það í næsta lífi..........
Og þá er best að ég klukki Dóru Lind og Svönu Björk og vona auðvita að þær taki þessari áskorun........
Núna er ég í óðaönn að taka upp úr ferðatöskunum sem ég hef ekki mátt vera að fyrr en í dag. Ég á frí í dag og ætla að drífa mig í að klára töskuskammirnar. Merkilegt hvað er%2