Ekki lætur veturinn bíða eftir sér þetta árið. Búið að vera ískalt síðan við komum frá San Francisco og í gærkvöldi byrjaði að snjóa. Hugsið ykkur það var 12. oktober í gær og jörðin var alhvít, sennilega 10 cm snjólag og krapi á götunum þegar ég kom heim úr vinnunni um 11 leytið í gærkvöldi. Eins og gefur að skilja var þeg ekki kát með þetta því í dag þarf ég að fara suður og ég er á sumardekkjunum. Það er yfir fjallveg að fara svo þetta er ekki mjög spennandi.
Nú er líka vetrarvertíðin hjá meistaraflokki Snæfells í körfubolta að byrja í kvöld með leik á móti Hamri- Selfoss og verður fróðlegt að sjá hvernig heimamönnum gengur en þeir misstu 4 lykilmenn eftir síðasta leiktímabil til annarra liða bæði hérlendis og erlendis. Reyndar eru komnir aðrið í þeirra stað og einnig nýjir "útlendingar" en í æfingaleikjum hafa þeir ekki staðið sig vel og er þeim því miður spáð falli í deildinni. En eins og alltaf "spyrjum að leikslokum"........