sunnudagur, október 30, 2005

Kvöldvaka

Jæja þá er fríhelgin mín að verða búin og hún fór eiginlega í ekki neitt. Ég er búin að vera í algjöru letistuði, ætlaði að pakka inn jólagjöfunum til Dananna minna því það styttist óðum í að ég fari til Horsens og ætla að taka jólagjafirnar með og spara mér sendingarkostnaðinn hjá póstinum. Það er nú ákveðin ástæða fyrir letinni í mér því ég var svo óheppin að "fá í Bakið" og hef eiginlega legið bakk í dag en er samt á "hægum batavegi" eins og sagt er.

Drífa hringdi frá Japan í kvöld búin að pakka niður og fer til Tokio snemma í fyrramálið og verður þar eina nótt og heldur þá til Danmerkur. Ætlar að stoppa þar í tvo daga og fer þaðan til Svalbarða með vinum sínum í Nordjob. Hún kemur heim þann 13. nóv og er þá búin að vera erlendis síðan í byrjun júlí. Það verður gaman að fá hana heim.

Snæfell er að spila í deildinni í þessum skrifuðu orðum og ég ákvað að vera ekkert að svekkja mig á því að fara á leikinn. Frétti seinna í kvöld hvað þeir töpuðu stórt. Æi, þetta er ekki fallega sagt, kannski vinna þeir núna. Það eru ekki alltaf jólin í þessu sem öðru. Læt þetta duga í bili, ætla að drífa mig í rúmið svo ég verði hress og dugleg á morgun hm.............