miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Aftur í frí

Jæja þá er komið að því að klára sumarfríið. Ég ætla að skreppa suður til Reykjavíkur og passa Andra og Sunnevu á meðan Kristín og Jónas fara til Póllands í fjóra daga. ´Vonandi gengur það vel, ég hef svo sem ekki áhyggjur af öðru en að ég verði ekki orðin góð í bakinu en það er ég ekki enn. Svo þegar þau koma heim fer ég til Horsens að heimsækja Danina mína sem ég hef ekki séð síðan á áramótum og Victor Mána hef ég bara séð á myndum. Ég hlakka mikið til og vona að ég verði þokkalega heppin með veður.

Þetta er hann hann Andri Freyr. Hann er algjör fótboltadellustrákur og virkilega góður í boltanum. Hann er núna að jafna sig eftir hálskyrtlatökuna og ætlar að hjálpa ömmu gömlu að passa systur sína.


Þetta er svo skottan sjálf hún Sunneva Ósk. Hún er algjör frekjudrós en alveg einstaklega skemmtilegur og duglegur krakki.

Jæja elskurnar mínar læt þetta duga í bili, er að verða of sein í vinnuna. Blogga meira þegar ég er komin í bæinn og læt vita hvernig barnfóstrustarfið gengur.