fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Barnfóstrustörf dagur eitt.


Þá er fyrsti dagurinn minn með börnunum að verða komin að kveldi. Börnin eru löngu sofnuð og voru fjarskalega góð við ömmu sína fyrir utan kastið sem Andri fékk í morgun þegar hann hélt að hann væri að verða of seinn í skólann. Hann kom heim úr skólanum um tvö leytið og lærði, fór síðan á fótboltaæfingu. Ég sótti Sunnevu á leikskólann um fjögurleytið og sótti síðan Andra um kl. hálf fimm. Við borðuðum um hálf sjö, síðan var leikið sér smá stund og svo burstaðar tennur og lesin ein bók. Svo fóru þau að sofa og hafa ekki rumskað. Ég tók Sunnevu sofandi upp og setti hana á koppinn og hún pissaði steinsofandi. Þau eru sem sagt algjörir englar elsku krúttin mín.