þriðjudagur, júlí 25, 2006
Út í Eyjar
Þá er ég búin að fara í fyrsta golftímann!! Þetta var bara skemmtilegt þótt ég hitti ekki kúluna nema öðru hvoru. Þetta sýnist svo auðvelt þegar maður horfir á þessa snillinga í Britis Open leika. Ég er ánægð yfir að hafa loks haft mig í að fara og ætla aftur á mánudaginn. En nú þarf ég að drífa mig, er að fara út í Hvallátur. Fer fyrst með Baldri út í Flatey og þangað sækir Friðrik mig. Veðrið er mjög gott og verður örugglega gaman að vera það fram á föstudagskvöld en þá kem ég heim. Þangað til, hafið þið það gott.
mánudagur, júlí 24, 2006
Ótrúlega yndislegt að vera í fríi
Ég vil ekki vera vanþakklát en væri nú ekki betra ef að veðurfarið á Íslandi væri dátlítið jafnara. Ég er að skikkna úr sól og hita. Ég fór í sund í morgun og er bara nýkomin heim og ég get sagt það með sanni að núna verð ég hreinlega að leggja mig, svo dösuð er ég eftir sólina og sundið. En ég finn til með þeim sem ekki eru jafn heppnir og ég að vera í fríi þessa yndislegu sólardaga og geta notið þeirra út í ystu æsar. Ég fer svo í golfkennslu í kvöld og það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur. Svo hafið þið það gott í dag eins og ég.
Þetta var fallegur dagur
Skírnardagur Victors mánaþ
Þetta var afar ljúfur dagur, drengurinn var skírður eins og efni stóðu til og þessi stóri fallegi strákur tók virkan þá í athöfninni eins og þið getið sé. Hann skríkti og skrækti og ætlaði að reyna að bíta prenstinn hvað þá meira og hann meira að segja söng með. Amma með tvæt litlar prinsessur. Eru þær ekki flottar Þetta er svo litla barnið sem var skírt í gær
Hinn stolti faðir með örverpið. Hann er svo góður þessi elska.
Elísa skvísa hún er komin á gelgjuskeiðið og lítur svaka flott út
Hinn stolti faðir með örverpið. Hann er svo góður þessi elska.
Elísa skvísa hún er komin á gelgjuskeiðið og lítur svaka flott út
föstudagur, júlí 21, 2006
Ummmmm þvílíkir dýrðardagar, ummmmm...
Það er ekki ofsögum sagt að andstæðurnar í veðurfarinu eru ótrúlegar! Hér brast á brakandi blíða á mánudaginn sem ekkert lát virðist á ennþá (sem betur fer) og veðurfræðingar brosa út undir eyru og spá þessum "ósköpum fram í næstu viku" alveg án þess að roðna. Ég nýt þess út í ystu æsar að vera í fríi og vera "bara" heima hjá mér. Ég er búin að halda til í sundlauginni á milli þess sem ég prufukeyri nýja farskjótan minn sem er Moongoos cityhjól af bestu gerð.
Ég verð nú samt að játa það fyrir ykkur að ég er hálfóstyrk ennþá á hjólinu og er ekki nægilega lagin við að skipta upp og niður eftir aðstæðum. Allt veltur þetta á æfingunni og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég verð orðin flink í haust. Stefni á Tour de France næsta sumar ef ég stend við fögru fyrirheitin sem ég gaf sjálfri mér.
Í dag byrjaði vikan okkar Friðriks úti í Hvallátrum. Þangað fjölmenntu þeir sem vettlingi gátu valdið og þeir voru bara nokkuð margir. Jón Örn kom beint af stofunni á Akranesi, Gerða, Sindri, Seimur Snærós og vinkona hennar komu úr Reykjavík og svo kom Imma vinkona Gerðu líka. Arna, Hjálmar og dætur voru þegar komnar út í Hvallátur en Erla, Siggi, og börn fara þangað á mánudaginn. Þá er Drífa sú eina af krökkunum hans Friðriks sem ekki kemst Ég fer út í Hvallátur á þriðjudaginn því á mánudagskvöldið ætla ég í golftíma, þann fyrsta síðan ég fékk golfgræjurnar. Ég lét undan fjölda áskorana og dreif í að panta tíma áður en græjurnar mínar kæmust úr tísku hahaha..
Í fyrramálið fer ég til Hellisands því það á að skíra Victor Mána, litla(stóra) barnabarnið mitt sem býr í Horsens í Danmörku. Foreldrarnir eru á landinu sem stendur og vildu nota tækifærið á meðan þau stoppa og drífa í þessu áður en stráksi væri farinn að geta sagt nafnið sitt sjálfur. Það getur oft verið erfitt að ná fólki saman á hásumarfrístíman en gekk þó vonum framar. Ég var beðin um að vera skírnarvottur og það finnst mér sérstaklega vænt um. En læt þetta nægja í bili og vona að þið eigið öll ánægjulega helgi.
Ég verð nú samt að játa það fyrir ykkur að ég er hálfóstyrk ennþá á hjólinu og er ekki nægilega lagin við að skipta upp og niður eftir aðstæðum. Allt veltur þetta á æfingunni og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég verð orðin flink í haust. Stefni á Tour de France næsta sumar ef ég stend við fögru fyrirheitin sem ég gaf sjálfri mér.
Í dag byrjaði vikan okkar Friðriks úti í Hvallátrum. Þangað fjölmenntu þeir sem vettlingi gátu valdið og þeir voru bara nokkuð margir. Jón Örn kom beint af stofunni á Akranesi, Gerða, Sindri, Seimur Snærós og vinkona hennar komu úr Reykjavík og svo kom Imma vinkona Gerðu líka. Arna, Hjálmar og dætur voru þegar komnar út í Hvallátur en Erla, Siggi, og börn fara þangað á mánudaginn. Þá er Drífa sú eina af krökkunum hans Friðriks sem ekki kemst Ég fer út í Hvallátur á þriðjudaginn því á mánudagskvöldið ætla ég í golftíma, þann fyrsta síðan ég fékk golfgræjurnar. Ég lét undan fjölda áskorana og dreif í að panta tíma áður en græjurnar mínar kæmust úr tísku hahaha..
Í fyrramálið fer ég til Hellisands því það á að skíra Victor Mána, litla(stóra) barnabarnið mitt sem býr í Horsens í Danmörku. Foreldrarnir eru á landinu sem stendur og vildu nota tækifærið á meðan þau stoppa og drífa í þessu áður en stráksi væri farinn að geta sagt nafnið sitt sjálfur. Það getur oft verið erfitt að ná fólki saman á hásumarfrístíman en gekk þó vonum framar. Ég var beðin um að vera skírnarvottur og það finnst mér sérstaklega vænt um. En læt þetta nægja í bili og vona að þið eigið öll ánægjulega helgi.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Og ennþá fleiri myndir elskurnar mínar
Fleiri myndir
Ferðin Austur
mánudagur, júlí 17, 2006
Ævintýraferða að taka enda
Þá er þessu frábæra ferðalagi okkar að ljúka. Erum á heimleið og vorum að hesthúsa stórgóðum morgunverði hér á Hótel Norðurlandi á Akureyri. Það verður að segjast eins og er að þetta er búið að vera ógleymanlegt og meiriháttar skemmtilegt og mun sem betur fer lifa í minningunni um ókomin ár. Ættarmótið tókst í alla staði mjög vel og afar skemmtilegt að hitta svona mikið náin frændsystkyn sem allavegana ég hafði aldrei séð. Mæting var bara betri en búist hafði verið við þegar upp var staðið og allir ánægðir og glaðir. Veðrið hefði mátt vera vetra en það er nú ekki alltaf hægt að fá allt ekki satt?
Félagsskapur þeirra Önnu og Bernies hefur verið frábær og eins var gaman að fá tækifæri til að vera með Heimi frænda og Tótu. Heimir vildi alltaf vera leiðsögumaðurinn okkar með þeim árangri að þegar við vorum að rölta í miðbæ Akureyrar í gær og sáum svartan stuttermabol sem á stóð " Lost in Iceland" og á bakhliðinni stóð "is anybody out there?", þá keyptum við hann og gáfum honum að skilnaði. Við hittum svo Guðrúnu systur og Hrein og borðuðum öll saman í boði Önnu og Bernies á Friðrik V sem er frábært veitingahús, maturinn og þjónustan til fyrirmyndar.
Ég mæli eindregið með þessu veitingarhúsi ef þið eigið leið um Akureyri og viljið gera virkilega vel við ykkur í mat og drykk.
Svo komu Kristín Ýr, Jónas Bjarni og Andri Freyr og Sunneva líka og borðuðu með okkur. Þau voru að koma af fótboltamóti í Ólafsfirði þar sem Andri Freyr var að keppa. Liðið hans náði frábærum árangri og var í öðru sæti í sínum flokki og Andri Freyr skoraði 10 mörk í mótinu.
En nú ætla ég að fara að hætta þessu, set inn myndir þegar ég kem heim og vil bara þakka öllu samferðafólkinu fyrir samveruna.
Félagsskapur þeirra Önnu og Bernies hefur verið frábær og eins var gaman að fá tækifæri til að vera með Heimi frænda og Tótu. Heimir vildi alltaf vera leiðsögumaðurinn okkar með þeim árangri að þegar við vorum að rölta í miðbæ Akureyrar í gær og sáum svartan stuttermabol sem á stóð " Lost in Iceland" og á bakhliðinni stóð "is anybody out there?", þá keyptum við hann og gáfum honum að skilnaði. Við hittum svo Guðrúnu systur og Hrein og borðuðum öll saman í boði Önnu og Bernies á Friðrik V sem er frábært veitingahús, maturinn og þjónustan til fyrirmyndar.
Ég mæli eindregið með þessu veitingarhúsi ef þið eigið leið um Akureyri og viljið gera virkilega vel við ykkur í mat og drykk.
Svo komu Kristín Ýr, Jónas Bjarni og Andri Freyr og Sunneva líka og borðuðu með okkur. Þau voru að koma af fótboltamóti í Ólafsfirði þar sem Andri Freyr var að keppa. Liðið hans náði frábærum árangri og var í öðru sæti í sínum flokki og Andri Freyr skoraði 10 mörk í mótinu.
En nú ætla ég að fara að hætta þessu, set inn myndir þegar ég kem heim og vil bara þakka öllu samferðafólkinu fyrir samveruna.
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Ferðamolar
Duttum inn á Hamborgarabúlluna hér á Egilsstöðum og sjá, þar fann ég aðgang að internetinu í boði Tómasat og Orkunnar. Erum búin að ferðast vítt og breitt um hálendið í Kringum Egilsstaði og upp við jökla og koma við á hinum ótrúlegustu stöðum. Höfum verið alveg stórheppin með veður allt gengið að óskum. Æðislega fínt að vera í Miðhúsum, fullt af fallegum gönguleiðum allt í kringum okkur. Er meira að segja búin að klifra (með harmkvælum reyndar) upp að Hengifossi.Það var erfitt en hófst samt. Í dag fórum við að Snæfelli og alla leið að Brúarjökli og svo inn í Eyjabakka. Þetta eru mikil nátturuundur á öllu þessu svæði og hrikalega fallegt í orðsins fyllstu merkingu. Á morgun koma svo Anna og Bernie ásamt Heimi og Tótu og verða hjá okkur tvær nætur. Svo verður haldið á ættarmótið.
Bestu kveðjur til ykkar allra, meira seinna...
Bestu kveðjur til ykkar allra, meira seinna...
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Danirnir mínir komnir heim
Í gær var síðan tekin stefnan á Hellisand í grenjandi roki og rigningu. Erindið var að heimsækja Siggu og barnabörnin sem voru komin í heimsókn frá Danmörku. Sverrir verður að vinna í Reykjavík hjá ÍAV og afgangurinn af fjölskyldunni dvelur á Sandi og svo hittist fjölskyldan á helgum. Það var ólýsanlega gaman að hitta þau, Lovísa mín hafði stækkað heilmikið síðan í október og Victor Máni sem var rétt rúmlega mánaðar gamall þegar ég var í heimsókn í Horsens var orðinn risastór. Það er verst að geta ekki verið með þeim meira en raun ber vitni en svona er lífið. Þetta er Lovísa Rún sem fagnaði ömmu sinni með því að hlaupa upp um hálsinn á henni
Elísa Kristín og Íris vinkona hennar að fara að veiða í rigningunni
Og hér er Victor Máni með mömmu sinni
Lovísa á afmæli á morgun og fékk pakka frá ömmu sinni
Á morgun leggjum við Friðrik svo land undir fót og byrjum í Kofanum. Foreldrar hans eiga demantsbrúðkaup og ætla Sólrún og Óli að sækja þau og fara með þau austur þar sem við ætlum að eyða deginum saman. Sævar bróðir Friðriks og kona hans koma líka og ætlum við að hafa með okkur veitingar og borða saman í tilefni dagsins. Við ætlum síðan að gista og halda síðan á Egilstaði og þaðan eitthvað út í óvissuna. Verðum svo á ættarmótinu mikla í Laxárdalnum (í Þingeyjarsýslunni) aðra helgi og svo komum við heim aftur. Hvað þá verður veit ég ekki enn en eitt er víst að ég er komin í bloggfrí í bili. Húúúúrrraaaaaaa!
Elísa Kristín og Íris vinkona hennar að fara að veiða í rigningunni
Og hér er Victor Máni með mömmu sinni
Lovísa á afmæli á morgun og fékk pakka frá ömmu sinni
Á morgun leggjum við Friðrik svo land undir fót og byrjum í Kofanum. Foreldrar hans eiga demantsbrúðkaup og ætla Sólrún og Óli að sækja þau og fara með þau austur þar sem við ætlum að eyða deginum saman. Sævar bróðir Friðriks og kona hans koma líka og ætlum við að hafa með okkur veitingar og borða saman í tilefni dagsins. Við ætlum síðan að gista og halda síðan á Egilstaði og þaðan eitthvað út í óvissuna. Verðum svo á ættarmótinu mikla í Laxárdalnum (í Þingeyjarsýslunni) aðra helgi og svo komum við heim aftur. Hvað þá verður veit ég ekki enn en eitt er víst að ég er komin í bloggfrí í bili. Húúúúrrraaaaaaa!
Helgin var góð og næstum þurr!!!
Eftir matinn hjá Kristínu og Jónasi á fimmtudagskvöldinu var gisti ég hjá þeim og var sofnuð fyrir klukkan hálf ellefu um kvöldið. Ég hlýt að hafa verið alveg búin af tankinum því ég svaf til ellefu morguninn eftir. Ég man ekki eftir að hafa sofið annað eins í mörg ár! Við þurftum að versla inn fyrir helgina því stefnan var tekin austur í "Kofa" (sem er ekki lengur kofi heldur höll). Óli mágur Friðriks hafði farið daginn áður og Sólrún og Gerða Jóna komu með okkur. Helgin var fín í alla staði, karlmennirnir þræluðu en við slöppuðum af. Maturinn grillaði sig nefnilega sjálfur og uppvaskið sá um sig sjálft. Ég er nú bara að grínast en þetta var æðislega skemmtilegt. Við fengum fullt af gestum, Arna og co komu og gistu og á laugardagskvölinu birtust Kristín og Jónas með krakkana ásamt foreldrum Jónasar. Þau voru í Galtarlækjarskógi í útilegu og ákváðu að skreppa í kaffi enda stutt að fara. Það rigndi svo ekki fyrr en á sunnudeginum og var þá haldið heim með viðkomu í Reykjavíkinni.
Og eins hjá þeim, já skál !!
Þarna er fólk orðið frekar þreytt eftir daginn
Guðný og Kristín í heimsókn
Ég tók nú reyndar fleiri myndir en ég læt þetta duga í bili því við förum aftur austur á morgun.
Annir í sumarfríinu
Það hefur verið þvílíkt að gera hjá mér upp á síðkastið að ég man bara ekki eftir öðru eins! Ég er sem sé komin í sumarfrí og eins og flestir íslendingar þá á að taka ferðalögin með trompi og afslöppunin verður svo eftir sumarfrí, þegar maður kemur örþreyttur í vinnuna.
Síðustu dagana áður en ég fór í sumarfríið kom Bruce í heimsókn ásamt vinkonu sinni sem heitir Betty og er mjög elskuleg kona. Þau fóru með Friðrik út í Bjarneyjar og fengu æðislegt veður!
Þau voru hjá okkur tvær nætur og síðan fóru þau með okkur í bæinn á fimmtudag eftir vinnu hjá mér og okkur var boðið í dýrindis mat hjá Kristínu og Jónasi í Mosfellsbænum.
Bruce, Betty og Friðrik á bryggjunni á leið í GautannSíðustu dagana áður en ég fór í sumarfríið kom Bruce í heimsókn ásamt vinkonu sinni sem heitir Betty og er mjög elskuleg kona. Þau fóru með Friðrik út í Bjarneyjar og fengu æðislegt veður!
Þau voru hjá okkur tvær nætur og síðan fóru þau með okkur í bæinn á fimmtudag eftir vinnu hjá mér og okkur var boðið í dýrindis mat hjá Kristínu og Jónasi í Mosfellsbænum.
Komin um borð. Happy ekki satt? Farin frá bryggju en aumingja ég þurfti að fara í vinnuna!
Kokkurinn í Mosfellsbænum!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)