þriðjudagur, júlí 11, 2006

Ferðamolar

Duttum inn á Hamborgarabúlluna hér á Egilsstöðum og sjá, þar fann ég aðgang að internetinu í boði Tómasat og Orkunnar. Erum búin að ferðast vítt og breitt um hálendið í Kringum Egilsstaði og upp við jökla og koma við á hinum ótrúlegustu stöðum. Höfum verið alveg stórheppin með veður allt gengið að óskum. Æðislega fínt að vera í Miðhúsum, fullt af fallegum gönguleiðum allt í kringum okkur. Er meira að segja búin að klifra (með harmkvælum reyndar) upp að Hengifossi.Það var erfitt en hófst samt. Í dag fórum við að Snæfelli og alla leið að Brúarjökli og svo inn í Eyjabakka. Þetta eru mikil nátturuundur á öllu þessu svæði og hrikalega fallegt í orðsins fyllstu merkingu. Á morgun koma svo Anna og Bernie ásamt Heimi og Tótu og verða hjá okkur tvær nætur. Svo verður haldið á ættarmótið.

Bestu kveðjur til ykkar allra, meira seinna...