Þá er þessu frábæra ferðalagi okkar að ljúka. Erum á heimleið og vorum að hesthúsa stórgóðum morgunverði hér á Hótel Norðurlandi á Akureyri. Það verður að segjast eins og er að þetta er búið að vera ógleymanlegt og meiriháttar skemmtilegt og mun sem betur fer lifa í minningunni um ókomin ár. Ættarmótið tókst í alla staði mjög vel og afar skemmtilegt að hitta svona mikið náin frændsystkyn sem allavegana ég hafði aldrei séð. Mæting var bara betri en búist hafði verið við þegar upp var staðið og allir ánægðir og glaðir. Veðrið hefði mátt vera vetra en það er nú ekki alltaf hægt að fá allt ekki satt?
Félagsskapur þeirra Önnu og Bernies hefur verið frábær og eins var gaman að fá tækifæri til að vera með Heimi frænda og Tótu. Heimir vildi alltaf vera leiðsögumaðurinn okkar með þeim árangri að þegar við vorum að rölta í miðbæ Akureyrar í gær og sáum svartan stuttermabol sem á stóð " Lost in Iceland" og á bakhliðinni stóð "is anybody out there?", þá keyptum við hann og gáfum honum að skilnaði. Við hittum svo Guðrúnu systur og Hrein og borðuðum öll saman í boði Önnu og Bernies á Friðrik V sem er frábært veitingahús, maturinn og þjónustan til fyrirmyndar.
Ég mæli eindregið með þessu veitingarhúsi ef þið eigið leið um Akureyri og viljið gera virkilega vel við ykkur í mat og drykk.
Svo komu Kristín Ýr, Jónas Bjarni og Andri Freyr og Sunneva líka og borðuðu með okkur. Þau voru að koma af fótboltamóti í Ólafsfirði þar sem Andri Freyr var að keppa. Liðið hans náði frábærum árangri og var í öðru sæti í sínum flokki og Andri Freyr skoraði 10 mörk í mótinu.
En nú ætla ég að fara að hætta þessu, set inn myndir þegar ég kem heim og vil bara þakka öllu samferðafólkinu fyrir samveruna.