Eftir matinn hjá Kristínu og Jónasi á fimmtudagskvöldinu var gisti ég hjá þeim og var sofnuð fyrir klukkan hálf ellefu um kvöldið. Ég hlýt að hafa verið alveg búin af tankinum því ég svaf til ellefu morguninn eftir. Ég man ekki eftir að hafa sofið annað eins í mörg ár! Við þurftum að versla inn fyrir helgina því stefnan var tekin austur í "Kofa" (sem er ekki lengur kofi heldur höll). Óli mágur Friðriks hafði farið daginn áður og Sólrún og Gerða Jóna komu með okkur. Helgin var fín í alla staði, karlmennirnir þræluðu en við slöppuðum af. Maturinn grillaði sig nefnilega sjálfur og uppvaskið sá um sig sjálft. Ég er nú bara að grínast en þetta var æðislega skemmtilegt. Við fengum fullt af gestum, Arna og co komu og gistu og á laugardagskvölinu birtust Kristín og Jónas með krakkana ásamt foreldrum Jónasar. Þau voru í Galtarlækjarskógi í útilegu og ákváðu að skreppa í kaffi enda stutt að fara. Það rigndi svo ekki fyrr en á sunnudeginum og var þá haldið heim með viðkomu í Reykjavíkinni.
Og eins hjá þeim, já skál !!
Þarna er fólk orðið frekar þreytt eftir daginn
Guðný og Kristín í heimsókn
Ég tók nú reyndar fleiri myndir en ég læt þetta duga í bili því við förum aftur austur á morgun.