Við höfum verið að tala um það við þrjár sem erum saman í einkaþjálfunninni hvað við séum miklu léttari (nú bæði á okkur þótt kílóunum fækki ekki mikið) í lund síðan við fórum að æfa. Það er bara varla að það fari af okkur brosið, já þetta er alveg satt (allavega ekki mikið ýkt) og við erum með skýringu á þessu undarleg- og skemmtilegheitum!! Hér kemur svo hún. Við mikla áreynslu framleiðir heilinn seraton og seratonið er stundum líka kallað gleðihormóninn. Þetta ku vera vísindalega sannað og okkur fannst þetta allrar athygli vert og spurning hvort þarna sé ekki komið læknismeðferð við skammdegisþunglyndi sem hrjáir marga.
Svo voru breskir vísindamenn að uppgvöta að ef ákveðið gen (það heitir nú eitthvað en ég man bara ekki hvað) frá báðum foreldrum sínum þá séu tvöfallt meiri líkur á því að þetta fólk fái Sykursýki II. Hingað til hefur þetta alltaf verið tengt offitu en rannsóknir í Bretlandi sýna að jaft hlutfall sé af fólki með Sykursýki II af völdum offitu og þess að vera með þetta gen frá báðum foreldrum. Ég býst þá við að þar sé komin skýringin á minni sykursýki.
Ég er að fara á leik hjá Snæfelli í íþróttahúsinu í kvöld og vonandi vinna þeir Þór Þorlákshöfn með frábærri frammistöðu. Þeir hafa bara leikið einn heimaleik til þessa og hann tapaðist því miður. Vil svo nota tækifærið og þakka ykkur vinir mínir fyrir commentin á skrifin mín. Það hvetur mann áfram með skrifin að vita að einhver nennir að lesa þótt þetta séu nú misvönduð skrif. En það er bara eins með að skrifa og annað, ég allavega er ekki alveg í formi til þess. Takk fyrir mig og heyrumst.
mánudagur, október 30, 2006
laugardagur, október 28, 2006
Skammdegi
Svei mér þá mér fannst varla birta almennilega í gær. Það var rigning og þungskýjað og ekki orðið vel bjart fyrr en kl. 10:30 og byrjað að skyggja aftur klukkan hálf fimm síðdegis. Við erum sem sagt að sigla inn í svartasta skammdegið. Það er kominn ekta kertatími og svei mér þá af því að ég ætla að baka smákökurnar eftir mánaðarmótin þá mundi ég setja jóladisk í geislaspilarann ef hann væri á staðnum. Græjurnar mínar fóru upp í sumarbústað í sumar, og það á að fjárfesta í nýjum. Þær koma með Óla og Sólrúnu þegar við förum að borða á Narfeyrarstofu í byrjun desember. Þá get ég vonandi spilað alla geisladiskana sem mér hafa áskotnast og ekki getað spilað því hinn var orðinn svo lélegur að hann tók ekki nema einn og einn disk. Ég veit fátt betra á þessum árstíma en að sitja í rólegheitum yfir kertaljósi og rauðvínsglasi og hlusta á ljúfa músík. Kúra mig helst undir teppi og slaka vel á. Yndislegt!!
Það verður langur dagur hjá mér í vinnunni í dag. Fjölliðamót í minibolta og körfuboltaleikur hjá Mostra. Það koma ein sex lið í heimsókn og það verður eflaust mikið fjör. Þetta stendur yfir til sex í kvöld og þá kemur meistaraflokkur á æfingu. Það þar einhver að vera í húsinu á meðan og ég tók það að mér. Ég get dundað mér við að þrífa neðri hæðina á meðan svo mér leiðist ekki en þeir verða alveg til 22:30 að klára sig af því að fara í sturtu. Þeir (meistaraflokkur) ganga undir því skemmtilega nafni hjá okkur starfsfólkinu í íþróttamiðstöðinni "hreindýrin" því þeir eru verstu sóðar sem ég þekki og ganga um klefana eins og þeir hafi ekki hugmynd um að til sé eitthvað sem heitir snyrtimennska. Ótrúlegt.
En dagurinn hjá mér byrjar í einkaþjálfun kl. 9:00 með Gerði og Guðlaugu. Síðasti tími var góður eins og vant er og ég hlýt að vera gera eitthvað að viti miðað við harðsperrurnar sem ég fæ alltaf. Róbert er laginn við að breyta æfingunum okkar þannig að ég allavegana er alltaf með harðsperrur. Verst er að ég hef ekkert lést frekar og það var nú aðaltilgangurinn. Mér finnst ég ekki vera borða "neitt" eins og allir sem eru í mínum sporum segja við sjálfan sig en eitthvað geri ég rangt því "þú ert það sem þú étur" stendur einhversstaðar skrifað!!
Í lokin vil ég aðeins tjá mig um efnahagskerfið og hagkerfið okkar. Mikið kemur vel í ljós hvað við Íslendingar erum smáir og hvað þetta velferðarkerfi okkar stendur á miklum brauðfótum þegar frétt frá hinu danska Ekstrabladet getur talað niður gengið okkar um eitt og hálft prósent í gær. Ég ætla að ekki að hafa skoðun á því hvort Danir séu svona öfundsjúkir út í hvað íslenskum fjármálamönnum og fyrirtækjum hefur gengið vel eða, eins og þeir (Danir) vilja meina að þetta séu svik og prettir sem ná alla leið til Afríku, þá finnst mér samt það lýsa þessari svokölluðu hagsæld okkar íslendinga best þegar "danskir" blaðamenn geta valdið svona sveiflu á hlutabréfum okkar og gengi.
Það verður langur dagur hjá mér í vinnunni í dag. Fjölliðamót í minibolta og körfuboltaleikur hjá Mostra. Það koma ein sex lið í heimsókn og það verður eflaust mikið fjör. Þetta stendur yfir til sex í kvöld og þá kemur meistaraflokkur á æfingu. Það þar einhver að vera í húsinu á meðan og ég tók það að mér. Ég get dundað mér við að þrífa neðri hæðina á meðan svo mér leiðist ekki en þeir verða alveg til 22:30 að klára sig af því að fara í sturtu. Þeir (meistaraflokkur) ganga undir því skemmtilega nafni hjá okkur starfsfólkinu í íþróttamiðstöðinni "hreindýrin" því þeir eru verstu sóðar sem ég þekki og ganga um klefana eins og þeir hafi ekki hugmynd um að til sé eitthvað sem heitir snyrtimennska. Ótrúlegt.
En dagurinn hjá mér byrjar í einkaþjálfun kl. 9:00 með Gerði og Guðlaugu. Síðasti tími var góður eins og vant er og ég hlýt að vera gera eitthvað að viti miðað við harðsperrurnar sem ég fæ alltaf. Róbert er laginn við að breyta æfingunum okkar þannig að ég allavegana er alltaf með harðsperrur. Verst er að ég hef ekkert lést frekar og það var nú aðaltilgangurinn. Mér finnst ég ekki vera borða "neitt" eins og allir sem eru í mínum sporum segja við sjálfan sig en eitthvað geri ég rangt því "þú ert það sem þú étur" stendur einhversstaðar skrifað!!
Í lokin vil ég aðeins tjá mig um efnahagskerfið og hagkerfið okkar. Mikið kemur vel í ljós hvað við Íslendingar erum smáir og hvað þetta velferðarkerfi okkar stendur á miklum brauðfótum þegar frétt frá hinu danska Ekstrabladet getur talað niður gengið okkar um eitt og hálft prósent í gær. Ég ætla að ekki að hafa skoðun á því hvort Danir séu svona öfundsjúkir út í hvað íslenskum fjármálamönnum og fyrirtækjum hefur gengið vel eða, eins og þeir (Danir) vilja meina að þetta séu svik og prettir sem ná alla leið til Afríku, þá finnst mér samt það lýsa þessari svokölluðu hagsæld okkar íslendinga best þegar "danskir" blaðamenn geta valdið svona sveiflu á hlutabréfum okkar og gengi.
fimmtudagur, október 26, 2006
Út og suður, aðallega norður, hahaha
Jæja elskurnar mínar, þá loksins gef ég mér tíma til að setjast miður og blogga örlítið. Ég hef hreinlega ekki mátt vera að því síðan ég kom úr Mosfellsbænum. Hjónin skiluðu sér þarna um nóttina og gáfu mér bæði Ilmvatn og bodylotion frá Versage og varalit í þakklætisskyni fyrir passið. Reyndar skilaði ég börnunum af mér báðum hálflösnum, Sunneva var komin með eyrnabólgu og Andri minn fékk svona ofnæmi fyrir penicilininu sem hann var að taka.
Ég fór beint í vinnu þegar ég kom heim og hef ekki gert annað en að vinna og fara í einkaþjálfun kl. 5:30 á morgnana og mætt þess á milli til að brenna. Það gengur samt hægt að létta sig en ég finn að ég styrkist óðum.
Í gær átti ég morgunvakt og sótti svo Birtu skottu á leikskólann. Passaði hana til átta um kvöldið og fór á fund hjá Emblunum því Magndís hafði verið svo væn að bjóða mér með. Þetta reyndis vera mjög skemmtilegtur fundur og kynntist ég nýrri hlið á konum hér og þær komu virkilega á óvart. Ég held að starfsemi Emblanna höfði frekar til mín en Lionsstarfið og ég ætla að segja mig úr Lionsklúbbnum og íhuga að ganga í Emblurnar eftir það. Sem sagt gaman gaman hjá mér.
Ég má til að koma inn á hvalveiðar Íslendinga sem útlendingar eru að trompast yfir. Ég var að vinna í Botnskálanum þegar ég var unglingur og hef margoft séð hval skorinn. Ég var þeirri stund fegnust þegar brækju- og ýldulyktin hvarf úr hvalstöðinni á sínum tíma. Ég held að þótt við veiðum eitthvað af hval þá verður það aldrei í sama mæli og áður fyrr. Heil kynslóð fólks hefur aldrei smakkað hvalkjöt og hvað mig varðar þá get ég ekki sagt að ég hafi áhuga á að borða hann. Mun alls ekki kaupa hann og matreiða fyrir mig og mína en færi ferkar til Summa á Fimm fiskum og borðaði Shusi Hval, hann er ætur svoleiðis og bara nokkur góður. Until later my friends
Ég fór beint í vinnu þegar ég kom heim og hef ekki gert annað en að vinna og fara í einkaþjálfun kl. 5:30 á morgnana og mætt þess á milli til að brenna. Það gengur samt hægt að létta sig en ég finn að ég styrkist óðum.
Í gær átti ég morgunvakt og sótti svo Birtu skottu á leikskólann. Passaði hana til átta um kvöldið og fór á fund hjá Emblunum því Magndís hafði verið svo væn að bjóða mér með. Þetta reyndis vera mjög skemmtilegtur fundur og kynntist ég nýrri hlið á konum hér og þær komu virkilega á óvart. Ég held að starfsemi Emblanna höfði frekar til mín en Lionsstarfið og ég ætla að segja mig úr Lionsklúbbnum og íhuga að ganga í Emblurnar eftir það. Sem sagt gaman gaman hjá mér.
Ég má til að koma inn á hvalveiðar Íslendinga sem útlendingar eru að trompast yfir. Ég var að vinna í Botnskálanum þegar ég var unglingur og hef margoft séð hval skorinn. Ég var þeirri stund fegnust þegar brækju- og ýldulyktin hvarf úr hvalstöðinni á sínum tíma. Ég held að þótt við veiðum eitthvað af hval þá verður það aldrei í sama mæli og áður fyrr. Heil kynslóð fólks hefur aldrei smakkað hvalkjöt og hvað mig varðar þá get ég ekki sagt að ég hafi áhuga á að borða hann. Mun alls ekki kaupa hann og matreiða fyrir mig og mína en færi ferkar til Summa á Fimm fiskum og borðaði Shusi Hval, hann er ætur svoleiðis og bara nokkur góður. Until later my friends
föstudagur, október 20, 2006
Leyndarmálið upplýst
Jæja þá er að upplýsa ykkur um leyndarmálið mitt en annars finnst mér þið eiginlega ekki nægilega forvitin. Samt, loforð er loforð og ég verð að standa við það. Fyrst ætla ég að segja ykkur að allt gengur ljómandi vel hjá mér, Andra og Sunnevu. Þau eru ósköp góð og Andri hjálpar mér heilmikið með systur sína. Hann fer á fótboltamót til Keflavíkur á morgun en við Sunneva ætlum í ræktina í fyrramálið. En það er þetta með það sem ég ætla að gera um mánaðarmótin, ég ætla að baka jólasmákökurnar, allar sortirnar (þær eru bara fimm) nema Sörurnar því þær bökum við Kristín Ýr og Helga vinkona hennar alltaf saman og skemmtum okkur konunglega. Svo er stefnan að fara á jólarall á eftir í miðbæ Reykjavíkur og fá jólastemminguna þar beint í æð.
Góða helgi en ég er alls ekki hætt að blogga þessa helgina.
Góða helgi en ég er alls ekki hætt að blogga þessa helgina.
fimmtudagur, október 19, 2006
Amma Rúna að passa
Þá er ég kominn í Mosfellsbæinn og er dottin í ömmuhlutverkið í bili. Skötuhjúin Kristín Ýr og Jónas Bjarni sitja trúlega í þessum töluðum orðum á barnum í fríhöfninni með hvítvin og "hygge sig". Ég er að bíða eftir að Andri og vinur hans komi heim úr skólanum og brauðið fyrir þá tilbúið á grillinu. Síðan á að keyra þá á æfingu í Varmáríþróttahúsi, sækja Sunnevu á leikskólann og sækja síðan þá félaga aftur. Þá verður trúlega komið að eldamennskunni og það verður barnvænn matseðill þangað til mamman og pabbinn koma frá Köben, byrjar með hamborgurum sem mér skilst að grislingunum þykir afar góðir. Ekki veit ég hvernig mér gengur í aðhaldinu þessa næstu daga en það verður bara að' hafa það. Ég ákvað samt eftir að hafa stigið á viktina klukkan fimm í morgun áður en ég fór í ræktina að hætta við að henda henni því heldur hafði hún farið niður á við í grömmum talið, já takið eftir svona 600 grömm voru farin!! Mikið var ég glöð. En ég verð sem sagt hér næstu daga og það væri bara gaman að fá heimsóknir ef þið hafið ekkert að gera betra. Síminn í Spóahöfða 17 er: 5868617 og gemsinn minn er 8944417. En nú heyri ég umgang og drengirnir eru mættir Skrifa meira á morgun. Bless elskurnar mínar.
P.S
Ég er viss um að nú vita allir hvað ég ætla að fara að gera um mánaðarmótin ekki satt?
P.S
Ég er viss um að nú vita allir hvað ég ætla að fara að gera um mánaðarmótin ekki satt?
þriðjudagur, október 17, 2006
Gaman gaman og meira gaman
Á fimmtudaginn er komin vika síðan ég byrjaði aftur í ræktinni og þetta er meiriháttar gaman því félagsskapurinn er svo góður. Við erum sem sagt þrjár og þær eru svo fínar konurnar sem eru með mér og morgunhressar. Á laugardaginn vorum við að taka brjóst og bysip af miklum eldmóð undir járnaga og haukfránum augum þjálfarans. Já engin linkind sýnd og þegar við vorum að klára sagði þessi elska. “Jæja, þar sem þið eruð aðalnaglarnir (ekki amalegt finnst ykkur eða hvað?9 þá endið þið á því að taka þrjátíu armbeygjur” !!! Við fengum reyndar að taka tíu í hverri syrpu og þegar ég var búin að taka 25 svoleiðis (við vorum reyndar á hnjánum) þá hreinlega lyppaðist ég niður á brjóstkassan og gat mig ekki hreift. Ég var gjörsamlega lömuð í höndunum. Og það skal ég segja ykkur að það var fyrst í dag sem ég komst án hjálpar úr peysunni minni slíkar voru harðsperrurnar!! Svo mættum við hálf sex í morgun og ég synti 500 metra á eftir og var komin heim korter fyrir átta passlega til að vekja manninn í vinnuna. Síðan skreið ég undir sæng og sofnaði í tvo tíma. Æðislegt. Á fimmtudaginn mætum við aftur hálf sex og síðan keyri ég suður í Mosfellsbæ því ég ætla að passa barnabörnin fyrir Kristínu og Jónas á meðan þau skreppa í rómantískan julefraakost til Köben. Gaman ekki satt.
En svona í lokin aðallega fyrir hana Lindu mína. Hvað haldið þið að ég ætli að fara að gera um mánaðarmótin? þið megið giska en ég segi ykkur það á föstudaginn.Har dit bra mine elskelige
En svona í lokin aðallega fyrir hana Lindu mína. Hvað haldið þið að ég ætli að fara að gera um mánaðarmótin? þið megið giska en ég segi ykkur það á föstudaginn.Har dit bra mine elskelige
fimmtudagur, október 12, 2006
Íþróttaálfarnir og Morgunhanarnir!!
Jæja, nú á sko að taka af sér aukakílóin sem hafa laumast utan á mig síðan eg hætti að reykja fyrir 15 mánuðum síðan. Ég byrjaði sem sagt með Gerði og Guðlaugu í einkaþjálfun hjá Róbert Jörgensen jr. í morgun. Mætum þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 5:30 að morgni og á laugardögum kl. 8:30. Ég verð að játa það að ég var varla vöknuð þegar ég var farin að hita upp á bévítans þrekstiganum og komin á fullt í æfingar. Þetta er mjög skemmtileg, og ennþá meira gaman að við skulum vera þrjár. Hann skiptir okkur upp (ja eða niður) á þrjár stöðvar þannig að við þurfum aldrei að bíða eftir að ein okkar klári æfingarnar sínar. Fyrsti tíminn að baki og svo fór ég og synti á eftir. Ég var reyndar svo dösuð og uppgefin að ég lagði mig aftur rúmlega 10 í morgun og svaf til eitt eftir hádegi. Svo er nú bara að vona að þetta gefi þann árangur sem ég vil, sem sagt fækka kílóunum. Ég vil ekki byggja um einhverja vöðva, hef nóg af þeim en þarf bara að brenna utan af þeim fitunni. Ég er svo hress eftir allt þetta að ég ætla að draga Friðrik með mér í stutta göngu á eftir því veðrið er yndislegt, 9 stiga hiti og logn. Hugsið ykkur það er logn hér í Hólminum og það gerist nú ekki mjög oft.
Nú er Sigga tengdadóttir mín stödd á Íslandi í þrjá daga því hún er í námi sem hún þarf að koma heim þrisvar á önn en hún býr í Danmörku. Ég lét Jón Örn taka jólagjafirnar með sér suður til Reykjavíkur og fara með þær til Kristínar þangað sem Sigga ætlaði svo að sækja þær. Sem sagt, aðeins að byrja að finna fyrir jólastemmingu og er að hugsa um að byrja eftir mánaðarmót að baka smákökur. Það er sko ekki ráð nema í tíma sé talað.
Dóra Lind er að fara í skíðaferð til Sell am See með skólanum sínum í Árósum á morgun og verður í viku. Hún er mjög ánægð með dvölina í Danmörku og er að hugsa um að framlengja til vors. Verð að viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að vera í hennar sporum og skil svo vel svona útþrá. Einnig þroskar þetta einstaklinginn verulega og þar sem hún ætlar svo að daka dönsku sem aðal kennslufag í KH'I er þetta bara hið besta mál. góða ferð Dóra mín og farðu nú varlega í Strohrommið og kakóið.....
Nú er Sigga tengdadóttir mín stödd á Íslandi í þrjá daga því hún er í námi sem hún þarf að koma heim þrisvar á önn en hún býr í Danmörku. Ég lét Jón Örn taka jólagjafirnar með sér suður til Reykjavíkur og fara með þær til Kristínar þangað sem Sigga ætlaði svo að sækja þær. Sem sagt, aðeins að byrja að finna fyrir jólastemmingu og er að hugsa um að byrja eftir mánaðarmót að baka smákökur. Það er sko ekki ráð nema í tíma sé talað.
Dóra Lind er að fara í skíðaferð til Sell am See með skólanum sínum í Árósum á morgun og verður í viku. Hún er mjög ánægð með dvölina í Danmörku og er að hugsa um að framlengja til vors. Verð að viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að vera í hennar sporum og skil svo vel svona útþrá. Einnig þroskar þetta einstaklinginn verulega og þar sem hún ætlar svo að daka dönsku sem aðal kennslufag í KH'I er þetta bara hið besta mál. góða ferð Dóra mín og farðu nú varlega í Strohrommið og kakóið.....
þriðjudagur, október 10, 2006
Fiskisúpa á Víkurgötu 1
Eitthvað hefur farið lítið fyrir bloggi hjá mér þessa dagana og verð að játa að ég hef bara ekki verið í formi til þess. Tilveran var dekkri en vanalega en eins og þið eflaust hafið sjálf reynt þá eru dagarnir misdökkir stundum. Einhvern veginn er manni samt það lagið að eftir nokkra stund í dekkri kantinum horfir maður til birtunnar á nýjum morgni og það sem var að ergja mann verður einhvernveginn smærra lengra í burtu en manni sýndist í fyrstu. Þannig vinnur mannshugurinn á því sem plagar mann og mér er reyndar ekki gjarnt á að leggjast í þunglyndi yfir hlutunum, allavegana ekki lengi í einu. Tilveran er bjartari en fyrir viku og enn birtir til.
Nú eru dagarnir að taka á sig sína venjubundnu mynd og ég fell í þessa rútínu mína sem mér finnst þrátt fyrir allt svo skemmtilegt. Það var mjög gaman að koma aftur í vinnuna og finna að börnin í íþróttahúsinu fögnuðu mér "gribbunnar" einlæglega. Vinnufélagarnir jafn elskulegir og alltaf og allt svo tandurhreint og fínt að hægt var að spegla sig í öllum gólfum. Það kemur alltaf maður í manns stað og tvær úrvalskonur eru byrjaðar og þótt ég sé ekki búin að vinna í íþróttahúsinu lengi þá telst ég samt með einna lengstan starfsaldur þar. Einhvernvegin hafa alltaf verið ör mannaskipti og fólk endist ekki lengi. Ég er samt að vona að það breytist og við fáum að hafa áfram þá sem þar eru núna.
En í kvöld eldaði ég fiskisúpu og Erla og krakkarnir komu í mat. Einnig kom Jón Örn í stutta heimsókn og það var nú aðalástæða þess að ég rauk til að elda fiskisúpuna eftir uppskrift sem ég fékk frá fyrrverandi eiginmanni Huldu vinkonu. Ég má til að láta þessar myndir fylgja til að sýna ykkur stemminguna hjá okkur. Erla skrapp á fund í klukkutíma og krakkarnir héldu okkur selskap á meðan.
Birta með afa sínum að bíða eftir matnum með sultarsvip.
Jón Örn og Birta frekar alvarleg eða allavegana hugsi á svipin. Þau gleymdu allavegana að brosa.
Þarna kúra þau systkynin þreytt eftir dagin og södd eftir súpuna og ísinn sem þau fengu í eftirrétt. Ætla aðeins að lúra þangað til mamma kemur að sækja þau.a
Nú eru dagarnir að taka á sig sína venjubundnu mynd og ég fell í þessa rútínu mína sem mér finnst þrátt fyrir allt svo skemmtilegt. Það var mjög gaman að koma aftur í vinnuna og finna að börnin í íþróttahúsinu fögnuðu mér "gribbunnar" einlæglega. Vinnufélagarnir jafn elskulegir og alltaf og allt svo tandurhreint og fínt að hægt var að spegla sig í öllum gólfum. Það kemur alltaf maður í manns stað og tvær úrvalskonur eru byrjaðar og þótt ég sé ekki búin að vinna í íþróttahúsinu lengi þá telst ég samt með einna lengstan starfsaldur þar. Einhvernvegin hafa alltaf verið ör mannaskipti og fólk endist ekki lengi. Ég er samt að vona að það breytist og við fáum að hafa áfram þá sem þar eru núna.
En í kvöld eldaði ég fiskisúpu og Erla og krakkarnir komu í mat. Einnig kom Jón Örn í stutta heimsókn og það var nú aðalástæða þess að ég rauk til að elda fiskisúpuna eftir uppskrift sem ég fékk frá fyrrverandi eiginmanni Huldu vinkonu. Ég má til að láta þessar myndir fylgja til að sýna ykkur stemminguna hjá okkur. Erla skrapp á fund í klukkutíma og krakkarnir héldu okkur selskap á meðan.
Birta með afa sínum að bíða eftir matnum með sultarsvip.
Jón Örn og Birta frekar alvarleg eða allavegana hugsi á svipin. Þau gleymdu allavegana að brosa.
Þarna kúra þau systkynin þreytt eftir dagin og södd eftir súpuna og ísinn sem þau fengu í eftirrétt. Ætla aðeins að lúra þangað til mamma kemur að sækja þau.a
fimmtudagur, október 05, 2006
Wasington DC III
Eins og þið vitið er ekki nóg að næra bara andan og sálina, líkaminn þarf sitt og á þessum Japanska stað fengum við allt!! Og líka leikþátt
Ég er nú komin í eftirréttinn þarna þannig að eitthvað er þetta ekki alveg í réttri röð hjá mér en það er nú bara í besta lagi ekki satt?
Þarna er kokkurinn að elda, að mikilli list og við höfðum mikla lyst á því sem hann var að gera og þið hefðuð átt að heyra lætinn og sjá tilþrifin!!
Við fórum aftur að skoða minnismerkið um Kóreustríðið því okkur fannst það svo áhrifamikið. Þetta var síðasta daginn okkar og við vorum að eyða tímanum þangað til við færum af stað á flugvöllinn til að fljúga heim. Kristín 'Yr var nýbúin að tala við mig og flytja mér frekar dapurlegar fréttir og einhvernvegin veitti þessi staður mér hugarró. E
En nú er hverstagsleikinn tekinn við aftur og dagarnir falla brátt í sinn venjubundna farveg. Framundan er vinnan og ýmislegt skemmtilegt þ.m.t. að fara suður til Rvk. um 18. oktober og passa fyrir Kristínu og Jónas meðan þau skreppa í rómantíska helgarferð til Köben.
Ég er nú komin í eftirréttinn þarna þannig að eitthvað er þetta ekki alveg í réttri röð hjá mér en það er nú bara í besta lagi ekki satt?
Þarna er kokkurinn að elda, að mikilli list og við höfðum mikla lyst á því sem hann var að gera og þið hefðuð átt að heyra lætinn og sjá tilþrifin!!
Við fórum aftur að skoða minnismerkið um Kóreustríðið því okkur fannst það svo áhrifamikið. Þetta var síðasta daginn okkar og við vorum að eyða tímanum þangað til við færum af stað á flugvöllinn til að fljúga heim. Kristín 'Yr var nýbúin að tala við mig og flytja mér frekar dapurlegar fréttir og einhvernvegin veitti þessi staður mér hugarró. E
En nú er hverstagsleikinn tekinn við aftur og dagarnir falla brátt í sinn venjubundna farveg. Framundan er vinnan og ýmislegt skemmtilegt þ.m.t. að fara suður til Rvk. um 18. oktober og passa fyrir Kristínu og Jónas meðan þau skreppa í rómantíska helgarferð til Köben.
Wasington DC II
Þetta er gosbrunnagarðurinn og í fjarska sést í Jefferson memorial
Þetta er minnismerkið um óþekkta hermanninn í Arlington kirkjugarði
Þetta er tarantulla, bráðlifandi í Náttúrusafninu sem er eitt af Smihtsoninan söfnunum
Þetta er stærsti blái demantur í heimi og er kallaður "Vonarsteinnin", líka í náttúrusafninu.
Þetta er minnismerkið um óþekkta hermanninn í Arlington kirkjugarði
Þetta er tarantulla, bráðlifandi í Náttúrusafninu sem er eitt af Smihtsoninan söfnunum
Þetta er stærsti blái demantur í heimi og er kallaður "Vonarsteinnin", líka í náttúrusafninu.
Myndir Frá Wasington I
Þá eru við komin heim aftur eftir yndislega ferð í alla staði. Veðrið gott allan tímann þó svo að gerði rigningu og þrumuveður part úr kvöldi einn daginn. Það eiginlega hreinsaði rakann úr loftinu og það kólnaði aðeins sem okkur fannst notalegra því fyrstu dagana var allt of heitt. En hér koma myndir frá helstu minnismerkjum sem við skoðuðum.
Þetta er minnismerkið um Kóreustríðin. Þarna eru hermennirnir á flótta og takið eftir örvæntingunni og vonleysinu í svip þeirra. Þetta fannst mér áhrifamesta minnismerkið.
Þetta er minnismerkið um seinni heimsstyrjöldina og er það bæði fallegt og mjög stórt, einskonar garður með gosbrunnum og svo þessar steinsúlur í kringum þá.
Við fórum að gröf Kennedy og Jacky þar sem eilífur eldur logar. Eins eru börn þeirra grafin þar.
Framhald....
Þetta er minnismerkið um Kóreustríðin. Þarna eru hermennirnir á flótta og takið eftir örvæntingunni og vonleysinu í svip þeirra. Þetta fannst mér áhrifamesta minnismerkið.
Þetta er minnismerkið um seinni heimsstyrjöldina og er það bæði fallegt og mjög stórt, einskonar garður með gosbrunnum og svo þessar steinsúlur í kringum þá.
Við fórum að gröf Kennedy og Jacky þar sem eilífur eldur logar. Eins eru börn þeirra grafin þar.
Framhald....
sunnudagur, október 01, 2006
Home sweet home
Þá er dvölin á enda eða næstum því. Við tékkum út úr hótelinu fljótlega og ætlum að fara og klára að skoða þau minnismerki sem ég átti eftir að skoða og ég átti eftir að fara uppí Nálina og horfa yfir borgina. eigum flug í kvöld kl 9 og þá er klukkan 3 að nóttu heima en við eigum að lenda um átta leitið og ætlum að fara beint í Grænuhlíðina og sofa aðeins. Síðan þarf ég að setja bílinn minn á nagladekk og snúast aðeins með Friðrik.
Við verðum eina nótt Rvk. en Friðrik fer heim um morguninn en ég að kvöldi því við erum hvort á sínum bílnum. Ég þarf að fara til tannlæknis og í eftirskoðun eftir æðahnútaaðgerðina en ég hlakka til að koma heim, þetta er alveg orðið mjög gott og ég er að drepast í löppunum. Svo að lokum Hallo Iceland here I come
Við verðum eina nótt Rvk. en Friðrik fer heim um morguninn en ég að kvöldi því við erum hvort á sínum bílnum. Ég þarf að fara til tannlæknis og í eftirskoðun eftir æðahnútaaðgerðina en ég hlakka til að koma heim, þetta er alveg orðið mjög gott og ég er að drepast í löppunum. Svo að lokum Hallo Iceland here I come
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)