fimmtudagur, október 05, 2006

Myndir Frá Wasington I

Þá eru við komin heim aftur eftir yndislega ferð í alla staði. Veðrið gott allan tímann þó svo að gerði rigningu og þrumuveður part úr kvöldi einn daginn. Það eiginlega hreinsaði rakann úr loftinu og það kólnaði aðeins sem okkur fannst notalegra því fyrstu dagana var allt of heitt. En hér koma myndir frá helstu minnismerkjum sem við skoðuðum.

Þetta er minnismerkið um Kóreustríðin. Þarna eru hermennirnir á flótta og takið eftir örvæntingunni og vonleysinu í svip þeirra. Þetta fannst mér áhrifamesta minnismerkið.

Þetta er minnismerkið um seinni heimsstyrjöldina og er það bæði fallegt og mjög stórt, einskonar garður með gosbrunnum og svo þessar steinsúlur í kringum þá.

Við fórum að gröf Kennedy og Jacky þar sem eilífur eldur logar. Eins eru börn þeirra grafin þar.
Framhald.... Posted by Picasa