Jæja þá er að upplýsa ykkur um leyndarmálið mitt en annars finnst mér þið eiginlega ekki nægilega forvitin. Samt, loforð er loforð og ég verð að standa við það. Fyrst ætla ég að segja ykkur að allt gengur ljómandi vel hjá mér, Andra og Sunnevu. Þau eru ósköp góð og Andri hjálpar mér heilmikið með systur sína. Hann fer á fótboltamót til Keflavíkur á morgun en við Sunneva ætlum í ræktina í fyrramálið. En það er þetta með það sem ég ætla að gera um mánaðarmótin, ég ætla að baka jólasmákökurnar, allar sortirnar (þær eru bara fimm) nema Sörurnar því þær bökum við Kristín Ýr og Helga vinkona hennar alltaf saman og skemmtum okkur konunglega. Svo er stefnan að fara á jólarall á eftir í miðbæ Reykjavíkur og fá jólastemminguna þar beint í æð.
Góða helgi en ég er alls ekki hætt að blogga þessa helgina.