fimmtudagur, október 19, 2006

Amma Rúna að passa

Þá er ég kominn í Mosfellsbæinn og er dottin í ömmuhlutverkið í bili. Skötuhjúin Kristín Ýr og Jónas Bjarni sitja trúlega í þessum töluðum orðum á barnum í fríhöfninni með hvítvin og "hygge sig". Ég er að bíða eftir að Andri og vinur hans komi heim úr skólanum og brauðið fyrir þá tilbúið á grillinu. Síðan á að keyra þá á æfingu í Varmáríþróttahúsi, sækja Sunnevu á leikskólann og sækja síðan þá félaga aftur. Þá verður trúlega komið að eldamennskunni og það verður barnvænn matseðill þangað til mamman og pabbinn koma frá Köben, byrjar með hamborgurum sem mér skilst að grislingunum þykir afar góðir. Ekki veit ég hvernig mér gengur í aðhaldinu þessa næstu daga en það verður bara að' hafa það. Ég ákvað samt eftir að hafa stigið á viktina klukkan fimm í morgun áður en ég fór í ræktina að hætta við að henda henni því heldur hafði hún farið niður á við í grömmum talið, já takið eftir svona 600 grömm voru farin!! Mikið var ég glöð. En ég verð sem sagt hér næstu daga og það væri bara gaman að fá heimsóknir ef þið hafið ekkert að gera betra. Síminn í Spóahöfða 17 er: 5868617 og gemsinn minn er 8944417. En nú heyri ég umgang og drengirnir eru mættir Skrifa meira á morgun. Bless elskurnar mínar.

P.S
Ég er viss um að nú vita allir hvað ég ætla að fara að gera um mánaðarmótin ekki satt?