fimmtudagur, október 05, 2006

Wasington DC III

Eins og þið vitið er ekki nóg að næra bara andan og sálina, líkaminn þarf sitt og á þessum Japanska stað fengum við allt!! Og líka leikþátt

Ég er nú komin í eftirréttinn þarna þannig að eitthvað er þetta ekki alveg í réttri röð hjá mér en það er nú bara í besta lagi ekki satt?

Þarna er kokkurinn að elda, að mikilli list og við höfðum mikla lyst á því sem hann var að gera og þið hefðuð átt að heyra lætinn og sjá tilþrifin!!

Við fórum aftur að skoða minnismerkið um Kóreustríðið því okkur fannst það svo áhrifamikið. Þetta var síðasta daginn okkar og við vorum að eyða tímanum þangað til við færum af stað á flugvöllinn til að fljúga heim. Kristín 'Yr var nýbúin að tala við mig og flytja mér frekar dapurlegar fréttir og einhvernvegin veitti þessi staður mér hugarró. E

En nú er hverstagsleikinn tekinn við aftur og dagarnir falla brátt í sinn venjubundna farveg. Framundan er vinnan og ýmislegt skemmtilegt þ.m.t. að fara suður til Rvk. um 18. oktober og passa fyrir Kristínu og Jónas meðan þau skreppa í rómantíska helgarferð til Köben. Posted by Picasa