Við höfum verið að tala um það við þrjár sem erum saman í einkaþjálfunninni hvað við séum miklu léttari (nú bæði á okkur þótt kílóunum fækki ekki mikið) í lund síðan við fórum að æfa. Það er bara varla að það fari af okkur brosið, já þetta er alveg satt (allavega ekki mikið ýkt) og við erum með skýringu á þessu undarleg- og skemmtilegheitum!! Hér kemur svo hún. Við mikla áreynslu framleiðir heilinn seraton og seratonið er stundum líka kallað gleðihormóninn. Þetta ku vera vísindalega sannað og okkur fannst þetta allrar athygli vert og spurning hvort þarna sé ekki komið læknismeðferð við skammdegisþunglyndi sem hrjáir marga.
Svo voru breskir vísindamenn að uppgvöta að ef ákveðið gen (það heitir nú eitthvað en ég man bara ekki hvað) frá báðum foreldrum sínum þá séu tvöfallt meiri líkur á því að þetta fólk fái Sykursýki II. Hingað til hefur þetta alltaf verið tengt offitu en rannsóknir í Bretlandi sýna að jaft hlutfall sé af fólki með Sykursýki II af völdum offitu og þess að vera með þetta gen frá báðum foreldrum. Ég býst þá við að þar sé komin skýringin á minni sykursýki.
Ég er að fara á leik hjá Snæfelli í íþróttahúsinu í kvöld og vonandi vinna þeir Þór Þorlákshöfn með frábærri frammistöðu. Þeir hafa bara leikið einn heimaleik til þessa og hann tapaðist því miður. Vil svo nota tækifærið og þakka ykkur vinir mínir fyrir commentin á skrifin mín. Það hvetur mann áfram með skrifin að vita að einhver nennir að lesa þótt þetta séu nú misvönduð skrif. En það er bara eins með að skrifa og annað, ég allavega er ekki alveg í formi til þess. Takk fyrir mig og heyrumst.