miðvikudagur, júní 14, 2006

Helgarskrif í moll


Á laugardaginn fór fram hið árlega kvennahlaup þar sem keppendur fara mismunandi vegalengdir, eftir sinni getu. Allir velkomnir líka karlmenn en enga sá ég slíka. Það var ræst af stað frá sundlaugarplaninu og var búið að stilla upp forláta pallbíl með kallkerfi og einn sjúkraþjálfarinn hitaði konurnar upp. Svo var hlaupið af stað. Ég var að vinna og taldi mig hlaupa með þeim í anda því nóg var að gera. Það var svo frítt fyrir þær sem vildu í sund á eftir og var ég mest hissa á hve fáar konur notfærðu sér það. Þennan dag var opnuð sýning til heiðurs systrundum sem eru búnar að hlynna að Hólmurun í 70 ár. Það var fyrst opnað fyrir boðsgesti og taldist ég til þeirra. Varð að mæta í mýflugumynd því Friðrik var í eyjunum. Ég sá ekkert af sýningunni því ég mætti klukkan tvö og var komin í vinnuna aftur korter yfir þrjú. Fer seinna og skoða hana en það voru mættir þarna Forsteti Íslands og tveir biskubar ásamt fleira fyrirfólki og ræðuhöldin eftir því. Það var skrýtin uppákoma í lauginni seinnipartinn. Einn gesturinn kom á harðahlaupum og sagði mér að það væri kúkur í heitapottinum. Þá hafði lítil stelpa svona tveggja eða þriggja ára hreinlega gert stykkin sín í hlýjunni og ég varð að loka pottinum, hleypa úr honum og sótthreinsa. Var mest hissa á að foreldrarnir skyldu ekki segja mér frá þessu heldur einn fastagesturinn. Hef ég grun um að þau hafi ekki ætlað að láta vita, bara laumast út. Á laugardaginn fór fram hið árlega kvennahlaup þar sem keppendur fara mismunandi vegalengdir, eftir sinni getu. Allir velkomnir líka karlmenn en enga sá ég slíka. Það var ræst af stað frá sundlaugarplaninu og var búið að stilla upp forláta pallbíl með kallkerfi og einn sjúkraþjálfarinn hitaði konurnar upp. Svo var hlaupið af stað. Ég var að vinna og taldi mig hlaupa með þeim í anda því nóg var að gera. Það var svo frítt fyrir þær sem vildu í sund á eftir og var ég mest hissa á hve fáar konur notfærðu sér það. Þennan dag var opnuð sýning til heiðurs systrundum sem eru búnar að hlynna að Hólmurun í 70 ár. Það var fyrst opnað fyrir boðsgesti og taldist ég til þeirra. Varð að mæta í mýflugumynd því Friðrik var í eyjunum. Ég sá ekkert af sýningunni því ég mætti klukkan tvö og var komin í vinnuna aftur korter yfir þrjú. Fer seinna og skoða hana en það voru mættir þarna Forsteti Íslands og tveir biskubar ásamt fleira fyrirfólki og ræðuhöldin eftir því. Það var skrýtin uppákoma í lauginni seinnipartinn. Einn gesturinn kom á harðahlaupum og sagði mér að það væri kúkur í heitapottinum. Þá hafði lítil stelpa svona tveggja eða þriggja ára hreinlega gert stykkin sín í hlýjunni og ég varð að loka pottinum, hleypa úr honum og sótthreinsa. Var mest hissa á að foreldrarnir skyldu ekki segja mér frá þessu heldur einn fastagesturinn. Hef ég grun um að þau hafi ekki ætlað að láta vita, bara laumast út.

Fann þessar rigningamyndir á netinu og verð að láta þær fylgja með. ÉG er hrædd um hann Rúnar minn núna. Hann kom til mín í gærkvöldi og honum leið mjög illa. Gat ekki sofið og sá eitthvað í kringum sig sem ég gat allavegana ekki séð. Hann vildi enga hjálp aðra en að tala og það eru alltaf sömu fortíðardraugarnir sem hann virðist vera að glíma við. Ég bið fyrir honum af öllu mínu hjarta og ef að þið eru bænheit og trúið á mátt bænarinnar ætla eg að biðja ykkur að biðja fyrir honum líka.  Posted by Picasa