Ég er búin að vera löt að blogga undanfarið, bæði hefur veðrið verið leiðinlegt alveg þangað til í gær og svo hefur bara verið svo mikið að gera. Ég mætti í vinnuna á mánudaginn og var þar í sextán tíma. Við vorum á skyndihjálparmámskeiði fyrir þá sem vinna á sundstöðum til klukkan hálf tvö og rifjuðum upp kunnáttu okkar. Síðan var farið með okkur í laugina og þar æfðum við í innilauginni hvernig við ættum að snúa fólki sem flyti á grúfu og koma því upp á bakka ásamt ýmsu öðru. En síðan var farið í útilaugina og þar lét kennarinn okkur æfa að bjarga fullorðnum manni (honum sjálfum) upp úr lauginni. Hann henti súrefniskúti í laugina og lagðis síðan í botninn og notaði súrefnið meðan við vorum að finna hann. Við stukkum út í og köfuðum niður á botninn og náðum honum upp á yfirborðið og syntum með hann í land. Þá var að koma honum upp á bakkann og þetta er rúmlega hundrað kílóa maður og tveir metrar á hæð. Ég kom honum ekki nema til hálfs upp úr en maður verður að vona að lendi maður einhvern tíman í svona aðstæðum að einhver geti aðstoðað mann. Ég átti síðan kvöldvaktina og morgunvakt daginn eftir og var ansi þreytt eftir þessa daga. Á þriðjudaginn rigndi eins og aldrei hafi komið dropi úr lofti áður. Ógeðslegt! Ég fékk tvær skemmtilegar heimsóknir, Helga Sigvalda og dóttir hennar (einn þriðji af þríburunum) kíktu. Þær voru í Bónusferð. Síðan kom hún Linda Ósk til min í mýflugumynd eftir kvöldmatinn. Hún var að halda námskeið fyrir sjúkravini á vegur Rauðakrossins og mér fannst frábært að sjá hana. Í gær átti ég vaktafrí og veðrið var dásamlegt. Ég vona að núna sé sumarið komið koksins. Ég fór í sund og lagðist síðan í sólbað í vaðlaugina í tvo tíma. Yndislegt!! Drífa mín kom í gærkvöldi og ætlar að vera eitthvað. Við erum að bralla dálítið saman ásamt Erlu, og Gerðu. Því miður er Arna upptekin þessa helgi og getur ekki komið. Jón Örn útskrifast sem læknir á laugardaginn og svo ætlar hann að koma vestur eftir það og þá, ætlum við öll út að borða saman á Narfeyrarstofu.
Jæja, ég ætla að vera mætt klukkan níu til að synda því ég verð að vera farin uppúr fyrir 11. Er að fara í smá klippingu og strýpur. En Þið ættuð að sjá veðrið , brjáluð blíða loksins!!