Lundar á Breiðafirði
Ég fékk góðar fréttir í gær. Þær komu með E-mail frá vini okkar Friðriks, Bruce McMillan sem býr í Maine USA. Hann er að koma til Íslands þann 24. júní og ætlar að koma til okkar Friðriks vestur í Hólm þann 25 eða 26. júní og vera fram á fimmtudag. Hann gæti verið lengur en þá bara einn í húsinum því við vorum búina að skipuleggja ferð í kofann með Óla og Sólrúnu systur friðriks og kannski koma Maja og Sævar bróðir Friðriks líka með ef þau verða komin af HM í fótbolta. En hann yrði ekki einn. Hann er komin veð vinkonu og virðist hún vera virkilega geðug. Hún er sérkennari fyrir ung börn og mér heyrist hann vera mjög hamingjusamur. Ég hlakka til að hitta hana. Hér koma myndir af henni.Þetta er Betty í skóginum í nágrenni við Bruce'es house in Sharpleigh, Hún tekur myndir!! Óvænt ekki satt?
Og þarna er hún við veginn sem liggur að húsinu hans Bruce. Þetta er falleg kona ekki satt?
Það fer að styttast í að ég fái Friðrik minn heim í bili og þá leggjumst við í ferðalög fljótlega. Síðasti vinnudagurinn minn er fimmtudagurinn 29. júní og þá förum við beint austur í bústað við Heklu. Síðan förum við heim og skiptum um í töskunum og þann 6. júlí leggjum við af stað austur til Egilsstaða þar sem við verðum í viku. Síðan er það ættarmótið og svo Hvallátur en ég kem eitthvað seinna þangað því Sigga og Sverrir ætla að láta skíra þann 22 júlí. Svo það verður nóg um að vera í fríinu mínu. Ætli ég verði bara ekki að taka mér frí til að jafna mig eftir sumarfríið hahaha