laugardagur, júní 17, 2006

Gleðilega hátíð


Í dag er 17. júní sem er eins og flestallir vita þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í dag hefur veðrið hér í Hólminum verið ótrúlega gott miðað við veðurspá fyrir helgina. (Þessi mynd er tekin í fyrra í Hafnarfirði, ég tók mér bessaleyfi að ræna þessari mynd frá henni Lindu) Svona er veðrið búið að vera síðan seinnipartinn í gær, reyndar ekki alveg jafn sólríkt í dag en næstum því. Hitinn, vá hann er í þessum skrifuðum orðum 17 gráður í skugga. Ég veit ekki hvað er að gerast eiginlega, kannski að sumarið sé loksins að koma. Það spáir reyndar rigningu í nótt og á morgun en það gerði það reyndar líka fyrir daginn í dag!

Ég dreif mig í sundlaugina og lagðist í pottinn snemma í morgun og síðan í vaðlaugina í spjall með nokkrum öðrum. Þetta var yndislegt og ég er bæði endurnærð og dösuð í senn. Nú ætla ég að hella mér yfir sjónvarpið, bæði HM í fótbolta og svo landsleikur í handbolta við Svía. Ég hef engar áhyggjur, svona í tilefni dagsins vinnar Íslendingar leikinn. Hafið það gott það sem eftir lifir þessa fallega dags!! Posted by Picasa