fimmtudagur, mars 23, 2006
Yðrakvef
En skemmtilegt. Er búin að sitja á dollunni í alla nótt með vaskafat fyrir framan mig. Ég held nú að ég sé eitthvað að jafna mig en ég held ég hvíli mig bara á vinnunni í dag. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg í dag, heimsækja Dóra og Guðna rafvrkja og gera ýmislegt hér heima. Verð vonandi orðin hress á morgun því Kristín Ýr og Jónas ætla að koma í heimsókn með krakkana yfir helgina. Hér er leiðindaveður, snjófjúk og þriggja stiga frost og aðeins að byrja að birta.