mánudagur, mars 27, 2006

Slen

Jæja þá er ég aftur mætt í vinnuna eftir lasleika og fríhelgi sem fór eiginlega í þennan lasleika minn. Sem betur fer get ég útilokað strax "óléttu" þannig að þetta skrifast á magakvef!! Fékk góða gesti um helgina, Kristínu, Jónas og börn. Það var lurkur í þeim líka þau voru með þessa magapest svo það var ekki bara ég sem var hálf aumingjaleg. Tölvudruslan mín er eitthvað biluð, er að skrifa þetta í leyfisleysi í vinnunni eða þannig!! Fer til Rvk. á þriðjudaginn í "einkaerindum" og kem aftur í vinnu á föstudaginn. Annars allt í orden.