þriðjudagur, mars 28, 2006
Teikn á lofti?
Ég held svei mér þá að tölvan mín hafi smitast af þessari pest sem hefur verið að hrjá fjölskylduna undanfarið. Ég kemst ekki á netið heima en Summi segir að þetta sé routerinn en ekki tölvan. Hvoru tveggja slæmt. Já ogsvo eru komin drög af teikningum af stækkuninni á Víkurgötu 1, og okkur líst mjög vel á hugmyndir bærings Bjarnars. Vonandi verður hægt að byrja með haustinu það væri alveg frábært. Er hætt við að fara í bæinn í dag, veðrið alveg hundleiðinlegt. Legg á stað snemma í fyrramálið.