Þannig fór um sjóferð þá! Snæfell tapaði fyrir KR í æsispennandi oddaleik um sæti í fjögra liða úrslitum og eru komnir í sumarfrí. Ég held að æstustu stuðingsmenn liðsins hafi þurft áfallahjálp að leik loknum, svo miklar voru væntingarnar til leikmanna. Við skulum ekki gleyma því að þetta er eigi að síður frábær árangur hjá Snæfelli, sem varð fyrir mikilli blóðtöku í fyrravor þar sem lykilmenn fóru annað. Þetta lið er skipað ungum strákum sem eru uppistaðan í unglingaflokk okkar margir hverjir og þeir koma til með að verða áfram og þroskast sem leikmenn. Ég er þegar farin að hlakka til næsta leiktímabils og veit að þeir ná lengra þá. Svo áfram Snæfell.
Ég er búin að vera að ganga á morgnana með vinkonu minni henni Erlu Harðardóttur sem er algjör göngugarpur. Ég hef ekki roð í hana en hún lætur sig hafa að drusla mér með. Þetta er æðislega gott og gaman að hafa félagsskap og geta spjallað um heima og geyma. Síðan förum við í sund og heitapottinn á eftir. Þetta er algjört dekur, maður dúllar við sig eftir sundið, með kremum og fínheitum og fær sér svo kaffi á eftir. UMMM mér finnast þetta vera forréttindi að geta leyft sér svona munað.
P.S. Vigtin er heldur að síga niðrá við, það skemmir nú ekki!!