fimmtudagur, mars 02, 2006

Tap gegn KR

Æ, ææ, æææ, við töpuðum fyrir KR í mjög spennandi leik með 4 stigum. Elskan hann Pálmi sem er fyrrverandi leikmaður Snæfells frá því í fyrra og íþróttakennari hjá okkur kafsigldi okkur með þriggja stiga skotunum sínum sem fóru flest ofnan í. Það verður að segjast eins og er að Snæfellsmenn gerðu það sem þeir gátu til að tapa leiknum, voru hreinlega lélegir og pirraðir og þá gekk ekkert upp hjá þeim. Við Vignir voru bara tvö á vakt og er það full lítið þegar á eftir að þrífa en allt gekk þetta og hann var svo sætur að leyfa mér að fara heim þótt ég ætti neðri hæðina og átti þess vegna að verða eftir og klára að ganga frá.

Er núna að fara að sofa í hausinn á mér, átti von á svila mínum í kvöld en hann hætti við að koma. Friðrik var búinn að handera reyktan Lunda sem átti að gefa honum en það er hans tap. Við komun honum örugglega út. Góða nótt........