miðvikudagur, mars 01, 2006

Bestu dætur í heimi

Í gær þegar ég var á kafi við að elda saltkjöt og baunir var bankað. Ég rauk til dyra með svuntuna framan á mér og á tröppunum stóð Sigga P, sem er blómabúðareigandi með meiru hér í bæ með risastóran blómvönd í fanginu sem hún rétti mér. "Er þetta til mín?" spurði ég. "já" sagði hún, "þú átt svo marga leynda aðdáendur" og svo fór hún hlægjandi. Ég stóð veð undrunarsvip á andlitinu með blómin í fanginu þegar ég tók eftir kortinu sem fylgdi þeir. Ég reif það upp og þá var Dóra Lind að senda mömmu sinni blóm og tilefnið? Af því ég hætti að reykja í ágúst og af því að henni þykir vænt um mig. Finnst ykkur þetta ekki fallegt? En svona eru báðar mínar dætur elskulegar og hafa alltaf verið.

Nú er frost á Fróni en yndislegt veður að öðru leiti og ætla ég að fara í ræktina og sund á eftir. Svo ætla ég í gönguferð seinnipartinn. Sjáumst!!