sunnudagur, mars 05, 2006

Er að fara til Reykjavíkur

Í dag er sunnudagur og ég er að fara í tveggja daga frí eftir daginn í dag. Ég ætla að nota fríið mitt og brenna í bæinn til Kristínar og eins þarf ég að fara til tannlæknis á þriðjudaginn. Ég ætla að fara beint úr vinnunni verð trúlega ekki búin fyrr en um sex leytið. Það var þvílíkt að gera hjá okkur í gær enda veðrið með eindæmum gott. Við fengum sjötíu börn sem voru hér á lúðrasveitarmóti í sund í gærmorgun og var það mikið fjör og svo komu starfsmenn Ingvars Helgasonar Holding líka, þar sem þeir voru með árshátíð sína á Hótel Stykkishólmi. Í dag er Turnering, eða fjölliðamót hjá áttunda flokki pilta í körfu, fimm lið koma og heimsækja okkur. Það er greinilegt að þegar veðrið er svona gott er vorhugur kominn í menn og þótt að hafi verið frost undanfarið þá er birtan orðin svo skemmtileg. Meistaraflokkur Snæfells spilar við Hauka í kvöld í Kópavogi og vonandi gengur þeim betur með þá heldur en KR-inga. Jæja læt þetta duga í bili..