fimmtudagur, mars 16, 2006

Sætur sigur Snæfells

Fyrsti leikurinn milli Snæfells og KR er yfirstaðinn og okkur Hólmurum og öðrum velunnurum til ólýsanlegrar ánægju höfðum við betur, naumlega, en betur samt. Þá er að bíta í skjaldarrendur og búa sig undir leikinn í Hólminum á laugardaginn. Við verðum að vinna hann (sem ég veit að við gerum) og þá eru KR- ingar fallnir úr meistarakeppninni. Það verður fjör í vinnunni um helgina eins og nærri má geta. Púff, púff.

Jón Örn ætlar að koma í heimsókn um helgina og ég hlakka til að fá hann. Það er orðið mjög langt síðan hann hefur komið vestur, einhvern tímann löngu fyrir jól. Síðan kemur Dóra Lind í mýflugumynd á laugardeginum og fer á sunnudag aftur. Ég fór í gönguferð með Erlu í morgun og síðan syntum við og enduðum í pottinum. Ég held að ég hafi stoppað of lengi í honum því ég var hálfdösum í allan dag en nú er mál að linni, góða nótt.