fimmtudagur, mars 16, 2006

Staksteinar

Í dag hefst úrslitakeppnin í körfubolta. Það verður spennandi að fylgjast með henni og vonandi gengur Snæfelli vel. Þeir byrja á móti KR-ingum í KR-heimilinu og því miður eru sigurlíkur þeirra minni en meiri. Þeir verða helst að vinna í kvöld, því það er líklegra að heimaleikurinn vinnist en hann er á sunnudaginn. Þetta er útsláttarkeppni og það liðið sem vinnur tvo leiki af þremur kemst áfram í næstu umferð. Ég hef ekki góða tilfinningu gagnvart leiknum, held því miður að þetta séu síðustu leikirnir okkar á þessu leiktímabili.Vatnalögin voru samþykkt á Alþingi í sæmilegri sátt og ekki kom til frekari ryskinga á hálfu alþingismanna. Mér satt að segja fannt þetta grátbrosleg hegðun á þeim mönnum sem eru kosnir til að setja lögin í landinu okkar. Í Rússlandi tíðkast þetta enn að menn sláist í  Dúmunni en einhvern veginn horfir það öðruvísi við ef það gerist á Íslandi.Og nú er hún Snorrabúð stekkur!! Bandaríkjamenn eru að fara með varnarliðið sitt frá Íslandi!! Ekki það að ég komi til með að sakna þeirra mikið, en við hefðum getað haft meiri not af þeim en gert var en “þjóðarstoltið” okkar kom í veg fyrir það. En hvar er það nú?  Mér heyrist á alþingismönnum að þeir séu ekki tilbúnir að missa herinn úr landi. Skrýtið!!!