laugardagur, mars 18, 2006

Gjafmildi

Mikið er Bónusfjölskyldan rausnarleg!! Þau ákváðu, trúlega í gleðivímu eftir að hafa unnið málaferlin við ríkissaksóknara að bjóða íslenska ríkinu fram “hina kinnina” og rétta Barnaspítala Hringsins litlar 300 milljónir króna til rekstur á hágæsluherbergis. Já 300 milljónir!! Hvernig ætli sé að eiga svona mikla peninga að geta bara rétt 300 millur til eins verkefnis og 400 millur til annars og eiga samt ekki aura sinna tal.? Ég vildi gjarnan prófa það. En það rýrir ekki á neinn hátt gildi gjafarinna þeirra feðgina og svo er bara að sjá hvort verði hægt að manna slíka deild þar sem ekki er talið að margir sjúklingar þurfi á þessari þjónusta að halda sem betur fer.

Ég hef verið að skreppa í heimsóknir til Dóra hennar Írisar systurdóttur minnar sem liggur á bakdeildinni hér í Hólminum. Hann er sem betur fer að koma til og fékk helgarfrí um helgina. Á að koma á mánudag og vera líka næstu viku og vonandi fær hann þann bata að hann þurfi ekki í uppskurð. Svo er Guðni rafvirki úr Grundarfirði kominn á sjúkrahúsið og verður næstu átta vikurnar. Ég heimsótti hann í gær og líður honum nú ekki mjög vel. Hann datt niður af þaki á Beinamjölsverksmiðjunni í Grundarfirði á laugardaginn var og slasaðist afar illa. Báðir öklar hans hreinlega méluðust og svo brotnaði lærbeinið og mjaðmarbeinið öðru meginn. Hann er heppinn að hafa sloppið lifandi því þetta var 3-4 metra hátt fall.

Seinni leikur Snæfells og KR er í dag og búist er við að fólk fjölmenni á leikinn. Eins koma margir stuðningmenn með KR- liðinu og verður nóg að gera hjá okkur Magga og Rabba. Það er alltaf samt rosalega gaman í vinnunni þegar svona aksjón er. Gef ykkur update þegar ég kem heim í kvöld.