föstudagur, mars 10, 2006
Og meira fjör!!!
Þá er kominn föstudagur og helgi að bresta á. Mikið fannst mér gott að koma heim úr Reykjavík þótt það væri gaman að hitta vinkonurnar. Hún Hildur mín vann málaferlið við Landspítalan og henni voru dæmdar 6,8 milljónir í bætur, 25% öryrkja og 15% miski. Ég vona að hún vinni líka málið fyrir hæstarétti. Þetta var frábært. Ég á helgarfrí þessa helgina, var að vinna í gærmorgun og lenti í ótrúlegri uppákomu í vinnunni. Tölum ekki meira um það!! Maggi var þrítugur og kom með köku fyrir okkur. Salbjörg og María, vinkonurnar úr Grundarfirði komu í heimsókn og við fórum út að borða á Narfeyrarstofu, mjög fínt. Ég missti af síðasta leik Snæfells sem var í gærkvöldi en þeir burstuðu Þór frá Akureyri. Í kvöld á ég von að Greðu, Sindra og Seim og ætla þau að vera yfir helgina. Það verður skemmtilegt að fá þau, því þau hafa ekki komið síðan í desember. Rúnar minn var eitthvað að tala um að koma líka en ég hef svo ekkert heyrt frekar. Þetta kemur allt í ljós, hann er jafnvelkominn og aðrir í fjölskyldunni.. Semsagt stefnir í annasama helgi.