mánudagur, mars 13, 2006

Helgarsukkið

Þá er fríhelgin liðin og var hún mjög notaleg. Við fengum heimsókn, Gerða, Sindri og Seimur brugðu sér í sveitina. Þau voru nú kannski fyrst og fremst að heimsækja Immu hjúkku sem er besta vinkona Gerðu. Við Friðrik skruppum út á Hellisand til að sjá húsið sem Íris og Dóri eru að byggja. mög rúmgott og flott hús, verður örugglega frábært þegar það klárast og staðsetningin er meiri háttar, útsýnið engu lýkt. Við hittum Írisi og Ísabellu og Hrein Inga. Ísabella var með flensuna alveg sárlasin og Hreinn Ingi var feiminn fyrst. Ég var alveg undrandi þegar ég kom niður á Rif, að sjá hvað hefur byggst þar upp undanfarin ár. Hellisandur hefur nú voða lítið breyst og þyrfti að taka til hendinni þar víða í umhirðu húsa og garða. Við vorum komin heim um sex leytið og Ég heimsótti Dóra upp á sjúkrahús. Hann er bara illa haldinn en vonandi gengur þetta til baka. Hann verður allavegana ekki látinn vera svona lengi ef bakþjálfun hjálpar ekki. Þá er það bara Reykjavík og trúlega aðgerð. En þeir ætla að sjá hvernig gengur þessa viku. Sindri og co fóru fyrir hvöldið, ég hafði matinn bara snemma. Eldaði svokallaðan”mömmu/ömmumat. Gamaldags læri, brúnaðar kartöflur, rauðkál (heimalagað) og asiur og svo auðvitað sulta með mammimamm. Ég á kvöldvakt í kvöld og svo helgarvakt næstu helgi svo það er vinnutörn framundan.