miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Villibráð á laugardaginn

Það er svo skrýtið hvernig maður kynnist fólki á mismunandi hátt eftir því við hvaða aðstæður maður hittir viðkomandi. Ég fór að synda í morgun eins og í gær eftir að ég var búin að púla og hitti sömu konuna í pottinum og við spjölluðum um heima og geyma. Þessi ónefnda kona reyndist vera bæði fróð og skemmtileg og við skemmtum okkur vel við spjallið. Þesi kona kemur mjög mikið í sund og þegar ég hef hitt hana hinu megin við afgreiðsluborðið þá hefur mér virst hún vera frekar þung og alvörugefin en svona kemur fólk oft á óvart.

Í dag er einmuna blíða, logn og glampandi sól en ískalt nærri 7 stiga frost. En það er allt svo bjart og fallegt í sólskininu og svei mér þá það fer um mig “vorfiðringur” því það styttist í vorið og allt sem því fylgir. Friðrik, Ásgeir Gunnar og Hemmi eru á kafi við að undirbúa bátana fyrir vorið og á laugardaginn ætla þeir að elda fyrir okkur konurnar heima hjá Hermanni. Ég hlakka mikið til því það er alltaf gaman að fara út að borða með skemmtilegu fólki. Ég lét sérpanta eitthvað dýrindis rauðvín til að hafa með villibráðinni og það verður gaman að vita hvernig það kemur út. Þetta ku vera eitthvað eðalvín frá Portugal þrungið sól og sumaryl